Thursday, March 27, 2008

Stolta mamman skrifar

Það er allt gott að frétta af okkur. Við vorum í skoðun hjá Sólveigu í morgun og dafnar litli kúturinn okkar vel. Hann er búinn að stækka um heila 3 sm. á tveimur vikum. Mér finnst litla barnið mitt bara stækka og stækka... hann er bara flottur. Ég er farin að setja föt frá sem eru orðin of lítil. Þetta er svakalegt!
Við fórum í bæinn í dag þar sem ég fór í skólann og Raggi fór bara með Ísak Andra á fund á meðan. Ekki seinna vænna en að fara á AA fund en 6 vikna, hehe. Við vorum svo boðin í mat til Elvars og fjölskyldu seinni partinn. Það var rosa gott.
Ísak Andri gerði sér lítið fyrir og velti sér af maganum á bakið tvisvar sinnum í gær. Ég lagði hann á magann á leikteppið og hann bara vippaði sér á bakið. Ég varð auðvitað rosa spennt og kallaði á Ragga og hann gerði þetta bara aftur fyrir pabba sinn. Hann er svo sterkur, myndast við að halda haus og spyrnir vel með fótunum og svona. Ætlar að verða stór og sterkur strákur! Svo er hann farinn að brosa til okkar og hjala, bara yndislegt:)
Læt fylgja með myndir af fallega barninu okkar.

Á leikteppinu sínu...

Sæti snuddustrákurinn:)

3 comments:

Anonymous said...

hæ sæti strákur,frábært að þú skulir vera byrjaður að brosa og hjala.orðin svo stór.. hehe..flott snudda,ég er alveg að fara kikja á ykkur og fá myndir af litla prinsinum til að setja i scrapbook..kem um leið og flutningurinn er búin........LOVE YOU LONG TIME FALLEGASTI FRÆNDI MINN ;)

Anonymous said...

halló og kvitt kvitt flottar myndir en er samt ekki kominn tími á að þið kíkið og kvittið hjá okkur eða.........;)

Anonymous said...

já hehe sammála rósu!!! En ósk gleymdi að spurja þig í gær hvort þig vantaði eithvað á litla sæta krúttið eða eithvað fyrir hann sem ég gæti keypti fyrir þig úti!! heyri betur í þér á mánudaginn kv sara og co