Tuesday, February 12, 2008

Fallegur drengur fæddur!



Þann 10.02.08 klukkan 9:13 eignuðumst við fallegan og heilbrigðan dreng:)
Fæðingin gekk rosalega vel, ég vaknaði við hríðar klukkan 3:30 og komin með 7 í útvíkkun kl. 6 uppi á keflaíkurspítala og farin að rembast rétt fyrir 8 um morguninn.
Við Raggi stóðum okkur alveg rosalega vel og erum við í skýjunum yfir fallega barninu okkar. Við þökkum kærlega fyrir allar hamingjuóskirnar og gjafirnar!!
Við komum heim í morgun og erum bara að taka því rólega og njóta þess dásamlegasta í heimi...

12 comments:

Anonymous said...


og vá hvað hann er ótrúlega
fallegur strákur, hlakka mikið til að koma að sjá hann :)
ohhh æji, ég kem vonandi á morgun verð í bandi ;)
sjáumst kv. Sigurbjörg og co

Anonymous said...

omg hvað maður er fallegur algjör engill get ekki beðið eftir að fá að hitta hann og ykkur og knúsa

Anonymous said...

Sæl veriði.. Lítill sætur bakaradrengur þarna á ferð einsog pabbi sinn, nema oggu fallegri ;D
Vildi bara óska ykkur tilhamingju með strákinn litla og hafið það sem allra allra best.

Kv. Aron Baker ;*

Anonymous said...

ohoohohoh.....dúllurassgat...þetta er fallegasta barn sem ég hef séð..... hann er fullkominn...kveðja Unnur perla

Anonymous said...

www.vesturbraut.blog.is tjakkið á síðuni..myndir og sniðugt dót kveðja unnur perla

Anonymous said...

Ji dúdda hvað maður er mikil mús. Alveg hreint guðdómlegur. Mér finnst hann ansi góð blanda af báðum foreldrum, greinilega með nebbann hennar múttu sinnar og varirnar hans pabba síns :) Njótið þessa fyrstu daga vel, þeir eru svo æðislegir :) Hlakka svo til að kíkja í sveitina á litla gullhnoðrann og auðvitað foreldrana líka :)
Kv. Kristín Birna

Anonymous said...

Innilega til hamingju með þennan gullmola. Algjört krútt..Knús og koss frá okkur ..Kv. Hildur föðursystir þín he he..

Anonymous said...

Innilega til hamingju með litla sæta prinsinn ykkar. Ekkert smá sætur. :) Nú verð ég að koma með Telmu og fá að máta molan ;)

Kveðja Sandra tvíburasystir Telmu.. ;)

Anonymous said...

Halló fjölskylda. Innilega til hamingju með gullmolann hann er ekkert smá fallegur. Hafið .að sem allra best :)

Kveðja Rannveig,Elli og börn.

Anonymous said...

hæ fallegi moli!

ohh ég vildi að ég gæti komið og knúsað þig á hverjum degi þú ert svo sætur en vonandi sé ég þig bráðum en hafið það gott þangað til :)

Anonymous said...

Ég verð að taka undir með dætrum mínum drengurinn er gullfallegur, ekta auglýsingabarn sagði Allý. Ég hef fengið meðgönguna, brúðkaupið og fl beint í æð svo mér fannst ég verða að óska ykkur til hamingju með drenginn. kv, Hildur mamma Telmu, Söndru og Allý

Anonymous said...

Takk kærlega fyrir öll sömul.
Okkur finnst þetta barn nottla bara fallegasta barn í heimi og skiljum varla hvernig við fórum að því að búa hann til...
Hann er hreint út sagt yndislegur.