Tuesday, February 5, 2008

Pregnancy update

Sælt veri fólkið.
Af okkur er fínt að frétta... samt búið að vera smá vesen á mér í dag.
Ég fór í skoðun til Sólveigar og þá kom í ljós að blóðþrýstingurinn var búinn að hækka og komin eggjahvíta í þvagið, sem ekki hefur verið áður. Fyrir þá sem ekki vita þá eru þetta einkenni meðgöngueitrunar og vildi Sólveig senda mig inn í keflavík í frekari skoðanir og vera jafnvel þar yfir nótt. Ég var sett í monitor til að fylgjast með hjartslætti barnsins og kom það bara rosalega vel út, barnið hefur það gott. Svo var tekið blóð og mælt aftur blóðþrýsting og skoðað þvag. Konráð vildi meina að þar sem ég er ekki með bjúg, hausverk og þyngsli fyrir bringunni þá þyrfti ekki að hafa áhyggjur af eitrun, minntist á það þegar hann leit á mig að ég væri ekki eitrunarleg... Blóðprufan var í góðu og þar sem þeim fannst ekki ástæða til að hafa of miklar áhyggjur af hinu tvennu fékk ég að fara aftur heim. En ég má ekki gera neitt svo að þessi tvö atriði versni ekki. Það er ekki mjög spennandi en ég verð bara að vera jákvæð og leyfa Ragga að dekra við mig:) Mér líður samt mjög vel og finnst í raun ekkert vera að mér, sem er mjög gott. Langaði bara að setja smá update svo þið vitið hvað er að gerast.
Vonandi fer krílið bara að láta sjá sig!

4 comments:

Anonymous said...

Gott að vita að allt hafi komið vel út úr þessu. Njóttu þess nú bara að láta Ragga stjana við þig þessa dagana. Sjáumst svo vonandi á fimmtudaginn í saumó! Kv litla fjölsk á Fornuvör 9

Anonymous said...

Ég lenti í þessu þegar ég gekk með Birtu Rós og endaði með því að vera lögð inn...ekki mjög skemmtilegt. Svolítið erfitt að gera ekki neitt þegar manni finnst maður allveg frískur. Þú verður bara að liggja með tærnar upp í loft og láta Ragga stjana við þig. Ekkert annað í stöðunni en að hlíða, þó það sé ekki auðvelt ;)

Anonymous said...

já njóttu þess bara að láta dekra við þig.. :) það eru alveg nokkrir dagar í krílið.. spái því að það komi 22.feb.. hehe.. ;)

En annars hafðu það gott.. og njóttu síðusta dagana.. áður en þú verður mamma.. :D

Kv. Anna Lilja

Anonymous said...

hey sweety

takk fyrir kvöldið, bara gaman alltaf hjá okkurn ég var innistæðulaus áðan og gat ekki svarað smsinu en það er greinilegt að þessi hjátrú er ekki sönn;) en allavega hafðu það gott;) lov ya