Friday, February 8, 2008

Hæhæ. Bara að setja inn nokkrar línur svo þið getið fylgst með:)
Ég var að koma frá Sólveigu þar sem hún var að tjekka á mér. Blóðþrýstingurinn er aðeins búinn að lækka og eggjahvítan mældist + í staðinn fyrir ++ seinast. Góðar fréttir þar. Samt á ég að halda áfram því sem ég er búin að vera að gera sem er ekkert... Hún vill að ég heimsæki Konna á mánudag og sé því í eftirliti þar sem það það þarf að gangsetja konur sem fá meðgöngueitrun því þær eru ekki látnar ganga framyfir. Það má segja það að ég sé í fyrstu tröppu af 3-4 með þetta og er því alls ekki í slæmum málum. Ég er semsagt ekki komin með eitrun ennþá, og fæ hana bara vonandi ekki! Vonandi fer barnið bara að láta sjá sig, maður er að verða ískyggilega spenntur :) Fyrst var ég nefninlega skráð í dag, var svo seinkað um heila 11 daga í 20 vikna skoðuninni.
Annars er það að frétta að veðrið er ömulegt. Það er ekki hægt að gera neitt í þessu, fyrir þá sem mega gera eitthvað, hehe. Ég er hætt að skilja þetta veður fyrir löngu. Það er bara nýtt sem tekur við að öðru og aldrei er það gott...
Ég fór í náttfatasaumó í gær, stalst til þess. Það var rosalega gaman eins og alltaf hjá okkur. Ég var skíthrædd um að blóðþrýstingurinn færi upp þar sem upp koma alltaf umræður sem maður hefur skoðun á og vorum við í djúpum pælingum, segi svona:) Allavegana vorum við farnar að tala svolítið hátt á tímabili þar sem maður vill jú alltaf komast að. Ég er ekki þekkt fyrir að þegja og tala ekki neitt. Við fengum alveg rosalega góða súpu, sem kallast víst skólastjórasúpa. Ég var að smakka þetta í fyrsta skipti og var þetta ekkert smá gott hjá henni Rósu. Svo fengum við meira segja páskaegg þar sem við ætlum að sleppa marsklúbb vegna anna, skírn og afmæli og svona...
Af Ragga er gott að frétta. Hann hugsar vel um mig þessi elska. Hann stendur sig vel í átakinu og er ég stolt af kallinum mínum, sem nottla bara besti maður í heimi!
Jæja ætla ekkert að hafa þetta lengra. Hlakka til að hitta ykkur næst, kannski verðum við bara orðin foreldrar þá?

8 comments:

Anonymous said...

Elsku yndislega fjölskylda!
innilegar hamingju óskir með prinsinn ykkar, ég fékk tár í augun og gæsahúð er ég las smsið í morgun frá ykkur, þetta er svo frábært og ótrúlegt að ég skildi tala við þig í gærkvöldi og ekkert að gerast og svo ekki 12 tímum seinna er drengurinn búin að líta dagsins ljós þetta er bara það magnaðasta sem til er í lífinu hafið það ótrúlega gottog njótið og við hlökkum til að hitta ykkur og knúsa, aftur til hamingju kveðja Rósa og fjölskylda

ps þegar ég sagði Júlíu Björk að núna væri barnið ekki lengur í bumbunni á ósk sagði hún neeeeiii baða ðaggi med badn í bumbu núna:) bara sætt

Anonymous said...

hæhæhæ...velkomin í heimin sæti minn,tilhamingju með kútin elsku besti bróðir og elsku besta ósk....hlakka til að sjá ykkur,við Neo bíðum spennt eftir honum.....Love Unnur Perla

Anna said...

til lukku með strákinn :)

kveðja Anna

Anonymous said...

Innilega til hamingju með litla prinsinn og sæta frænda okkar elskurnar. Það var rosa gott að byrja sunnudaginn með svona yndislegum fréttum.
Hafið það gott og við hlökkum til að hitta ykkur og knúsa ;)

kv. Eyjabakka-gengið

Anonymous said...

Innilegar hamingjuóskir með litla drenginn ykkar. Sá hefur verið að flýta sér í heiminn :) Vonandi gengur allt vel hjá ykkur elsku fjölskylda. Hlökkum til að heyra í ykkur.

Kær kveðja, Kristín Birna og co

Anonymous said...

hæ sæta litla fjölskylda :)
innilegar hamingjuóskir með litla prinsinn, nú bíður maður bara spenntur eftir að hitta gullmolann og heyra alla söguna !!!! en þangað til hafið það gott og gangi ykkur vel og enn og aftur til hamingju með litla prinsinn ... ohhh þetta er allt svo æðislegt :)
sjáumst kv. Sigurbjörg og prinsarnir

Anonymous said...

Innilega til hamingju með prinsinn elskurnar mínar.. hann er ofboðslega fallegur:) (sá mynd af honum hjá grace) hlakka til að sjá ykkur.. knús og kossar á alla.... Kv telma

Anonymous said...

Hæ Raggi og Ósk til hamingju með litla prinsinn kv Fjóla frænka