



Barnið braggast rosalega vel og þegar hann var vigtaður 8 daga gamall var hann orðinn 3230 gr. sem er mjög gott. Hann er líka alveg rosalega duglegur að drekka og verður líklega alger mathákur:) Það er bara flott hvað hann er góður. Drekkur og sefur þess á milli. Er ekkert að gráta. Neo er búinn að vera duglegur og er ekkert neitt vesen með hann. Við leyfum honum rétt að þefa af krílinu svo hann fái nú að kynnast nýjasta fjölskyldumeðliminum og vita hver hann er.
Við erum því bara í rólegheitum að njóta þess að vera komin með lítið barn inn á heimilið. Þetta eru mjög skemmtileg viðbrigði:)
9 comments:
ohhh sæti sæti
þetta eru bara flottar myndir, vonandi sjáumst við nú bráðum en þangað til hafið það gott :o)
hæh. geggjaðar myndir,þú ert svo fallegur strákur,hlakka til að koma í heimsókn á morgun, sæti minn.love you,kve unnur frænka
Þetta líst okkur vel á að fá að sjá mikið af myndum! en þú varst bara sætur þegar ég kíkti á ykkur í gær algjör dúlla vonandi sjáumst við fljótt aftur!! kv sara og co
how precious!
He is beautiful :)
i want to come for a visit!! maybe some time after the weeekend if your free...ill give you a call
me n gummi already got him a few ''baby must haves'' hehe...
kv tamara&gummi
ljomandi fallegur drengur, hlakka til ad fa ad fylgjast med ad sinni a netinu og svo verdum vid ad koma i heimsokn eins fljott og haegt er...eda thid.
Himmi og co
Hæ kæru hjón.
Gott að heyra að allt gangi vel. Þorgerður var búin að segja mér hve drengurinn væri fallegur og er ég henni alveg sammála. Ég óska ykkur til hamingju með drenginn, Elvar Geir biður að heilsa.
Hæ hæ en hvað er gaman að geta fylgst með ykkur. Mikið er mamma þín dugleg að setja inn myndir :) Ekkert smá sætar myndirnar af þér.
Biðjum að heilsa mömmu og pabba.
Þúsund kossar og knús.
Kveðja Rannveig, Elli og börn.
Hæhæ
Rosalega er maður sætur :)
En það verða nú að fara að koma myndir af litla gutta með mömmu sinni.. ;)
Hafið það rosa gott.. :)
Kv. Anna Lilja
helló,helló,á ekki að setja inn fleiri myndir,af litla sæta gaurnum..... kveðja unnur
Post a Comment