Friday, May 21, 2010

Apríl:)

Svanhvít Eva frænka kom og gisti hjá okkur. Það var rosa gaman og gekk alveg mjög vel.
Minn maður er alltaf eitthvað að grallarast og finnst ekkert smá gaman að far aí stígvélin sín og setja upp peninginn hans Ragga sem hann fékk þegar hann varð evrópumeistari nema í bakstri. Er bara að æfa sig fyrir sína gullpeningar:)
Við erum með æðislegan lítinn pall sem er notaður óspart. Þar er gaman að kríta og kasta vatnsblöðrum til dæmis:)
Ísak Andri með Pabba sínum í páskaeggjaleitinni í Borgarhrauninu...

Það er alltaf nóg að gera á þessum bæ:)
Byrjuðum mánðinn á páskunum. Það er alltaf rosa gaman þá. Ísak Andri fékk nú ekkert páskaegg í þetta skiptið enda vill hann ekki nammi. Nægur tími til að uppgvöta það. Annars finnst honum ís og gos alveg rosalega gott...
Heima í Borgarhraunuinu er alltaf farið og falið helling af páskaeggjum úti í garði fyrir krakkana að finna. Ísak Andri tók auðvitað þátt í því og fann 2 egg:) Ég fann líka eitt og held ég hafi misst mig aðeins í kátínu, hehe:)
Við byrjuðum í íþróttaskóla og það er ekkert smá gaman. Gott fyrir orkubolta eins og hann að hlaupa og hoppa um eins og brjálæðingur. Hann er svo duglegur þessi elska:)
Ísak Andri fékk líka frænku sína hana Svanhvíti Evu í næturgistingu og það var svaka stuð. Honum finnst ekki leiðinlegt að leika sér við hana...
Hann er farinn að leika sér svo miklu meira og er þroskinn meiri og meiri stundum á milli daga. Er farin að horfa á cats and dogs og skrímsli hf ásamt dýrunum í háldaskógi þannig að það er þrennt sem hann horfir á í sjónvapinu. En samt nennir hann því ekkert voða mikið sem er bara ágætt finnst okkur. Svo er maður líka farin að skoða meiri sögubækur en orðabækur og ótrúlegt hvað þessi orkubolti getur setið og hlustað á mann. Það er ótrúlega gaman... þar til maður er kannski búin með sömu bókina 100x því það er auðvitað allta uppáhalds bókin sem þarf að lesa aftur og aftur, hehe:) Hann er sko með sterkar skoðanir á hlutunum og er mjög ákveðinn ungur maður...
Við reynum alltaf að vera dugleg að gera hitt og þetta og erum úti við þegar það er gott veður og förum reglulega í sund...
En það er nóg að gera í skólanum og er próf í lok apríl sem ég þarf að læra mikið fyrir. Þannig að um miðjan mánuð var ég komin í próflestur á fullu. Fórum samt á Faust sýninguna við Raggi með Óla og Kiddý, og Haffa og Vilborgu. Fengum okkur gott að borða og spiluðum líka. Þetta var rosa skemmtilegt kvöld og sýningin var hreint mögnuð.
Ég missti samt af fyrstu sumarbústaðarferð saumaklúbbsins út af skólanum en mæti sko á næsta ári og bæti upp fyrir það. Þá verð ég líka ekki ólétt og get kannski vakað lengur en tilk 12, segi svona;) Heilsan er góð. Þreyta sem hefur hrjáð mig er farin og þá er svosem ekkert sem angrar mig.
Hreyfingar eru komnar hjá krílinu sem er væntanlegt 6. október, en það er afmælisdagur Telmu vinkonu minnar:)
Jæja þá er komið að mars mánuði sem er styttir, man ekki svo langt aftur:)

No comments: