Wednesday, April 15, 2009

Með pósurnar á hreinu...

Best að fara upp á bílinn til að komast aðeins hærra:)

Á flotta hjólinu í rigningunni.

Jæja kominn tími á annað blogg. Þetta er farið að vera einu sinni í mánuði. En betra en ekkert...
Fínt að frétta af okkur. Nóg að gera eins og á öðrum heimilum. Páskarnir búnir og voru mjög notalegir. Erum að passa hundinn Kolla fyrir Elvu og Elvar og það er ótrúlega gaman að hafa hund á heimilinu aftur. Sakna Neo samt mikið núna... Kolli er búinn að vera voða góður hjá okkur. Við fórum í leikhús um daginn á Fló á skinni með Óla og Kiddý og það var ekkert smá gaman:) Svo er ég að fara að djamma með æskuvinkonunum á föstudaginn og hlakka ekkert smá til þess. Langt síðan að við hittumst í partý.
Við erum að fara að flytja núna fljótlega og yfirgefa Grindavíkina. Ég er nottla búin að koma mér í meira nám og Raggi er kominn með vinnu í bænum. Hann er að fara að baka upp á Eir þar sem ég er að vinna líka:) Þá erum við bæði komin á fyrsta vinnustaðinn okkar í Reykjavík. Sniðugt hvernig hlutirnir eru stundum. Við erum voða ánægð með þessar breytingar enda fannst okkur rosalega gott að búa í bænum og Eir er góður vinnustaður.
Ísak Andri er alltaf að verða meiri grallari. Hann er farinn að klifra upp um allt og þarf að fylgjast vel með því hvað hann er bralla. Einn daginn tók hann sig til og færði kollinn inni á baði til svo hann gæti nú náð í tannburstann sinn sjálfur. Svo færir hann trommurnar sínar til að fara upp í sófann. Við erum búin að sýna honum hvernig á að fara niður með fæturnar fyrst því hann bara lét sig flakka niður úr sófanum alveg óhræddur eins og strákar eru oft. Maður sér alveg hvað Helena frænka hans er varkárari með svona hluti. Hann dafnar vel og er að lengjast mikið núna. Er að verða voða stór finnst okkur. Maður saknar þess stundum að vera með lítinn unga sem var kyrr í meira en hálfa mínútu. En auðvitað er alltaf skemmtilegasti tíminn sá sem er núna. Alltaf erum við að segja hvað þetta er skemmtilegt og þá tekur hann upp á að gera eitthvað nýtt og manni finnst eins og að þetta sé í fyrsta skipti sem barn gerir þann hlut. Því auðvitað finnst manni sitt barn vera fallegasta og klárasta barn sem uppi hefur verið:) Þið ættuð að kannast við það sem eiga börn. Alveg er þetta best í heimi...
Ætla að segja þetta gott núna og nýta tímann á meðan hann er hjá Rúnu og þrífa eitthvað.
kossar og knús, Óskin.

7 comments:

Anonymous said...

hæ gaman að lesá nýjar fréttir af fjölskyldunni. Samt frekar leiðnlegt að þið séuð að fara að yfirgefa Grindavík en samt skil ég það víst að þú ætlar í meira nám og Raggi kominn með vinnu. En já þessi litlu strákar þeir eru nú alltaf eitthvað að príla og grallarast... þetta er bara rétt að byrja hjá ykkur.... :)
kv. Sigurbjörg og co.
sjáumst á föstudaginnn...... glugg glugg glugg

Anna Lilja said...

Gaman að sjá nýja færslu. Vá hvað prinsinn er farin að líkjast pabba sínum mikið..
En já prakkarastrikin byrja snemma hjá þessum strákum... hehe..

Gangi ykkur vel með flutninga.
Hlakka til að sjá meira frá þér hér inni.
Kv. Anna Lilja og Jóhann Sverrir.

Anonymous said...

Hæhæ bara að kvitta, hlakka SVO til að fá ykkur í fjörðinn!:D
p.s. hann er ekkert smá flottur í nýja gallanum......
Guðrún Helga

Anonymous said...

Gaman að rekast á bloggið ykkar. Maður sér ykkur við og við út um gluggann hérna á Gnúpi (Víkurbraut 30) á röltinu með guttann. Hann er þræl myndarlegur eins og foreldrar sínir og ef hann er eins og pabbi sinn þá á hann eftir að verða mikill grallari :-) En það er fínt að hafa jafnvægi á þessu, ég man ekki betur en að Ósk hafi verið í prúðari kantinum þegar hún var lítil.

Matta heldur úti myndasíðu á : kruttidokkar.barnaland.is , lykilorðið er bumbz

Við fjölskyldan erum einmitt að flytja í Reykjavík í næstu eða þarnæstu viku og þið eruð velkomin í kaffi (Gefjunarbrunnur 20).

Bestu kveðjur,
Jóhann Vignir

Ósk og Raggi said...

Takk fyrir...
hann er sko grallari þessi gutti:) bara gaman að því, hann er nú strákur. Fáum kannski prúða stelpu næst:)
Aldrei að við vita nema við kíkjum í heimsókn... Gangi ykkur líka vel að flytja:)

Anonymous said...

Hehehe flottur uppá bílum,allveg með þetta á hreynu sko hehe en samt huxaði ég fjúff er þetta það sem koma skal hihih gaman að þessu..Kíkkum bráðum á ykkur á nýa staðinn og skila bökkonum..
Kv Teresa

Hilmar Kjartansson said...

hæ hæ

alltaf gaman að kíkja á bloggið ykkar og sjá nýjar myndir....en nú er rúmur mánuður frá síðasta bloggi..ég er meira að segja farinn að uppdeita mitt blogg
heyrumst, Himmi