Saturday, November 15, 2008

Loksins

Raggi vinsæll !

Krakkarnir að leika sér. Júlía Björk og Emilía Ósk eru mjög hrifnar af Ísak Andra:)

Já það er svei mér þá bara kominn tími á nýja færslu.

Síðan síðast þá er Raggi kominn á fertugsaldurinn, hehe:)
Það komu fullt af vinum og vandamönnum í kaffi hérna á afmælisdaginn. Ég ákvað að setja inn myndir af því. Þetta var voða gaman. Allt of sjaldan sem maður hittir allt þetta fólk. Það eru allir alltaf svo uppteknir. Við erum engin undantekning þar á. Mér finnst samt að maður eigi að reyna að finna meiri tíma til að hitta vini sína... Það er alltaf svo gaman þegar það gerist. Við einmitt fórum seinasta sunnudag til Rósu og Jóa að spila. Ekkert smá langt síðan að við gerðum það og við skemmtum okkur mjög vel. Það er líka nauðsynlegt að fara út og gera eitthvað annað en að hanga yfir sjónvarpinu öll kvöld!

Það er eitthvað að róast yfir skólanum núna í sambandi við verkefni og krossapróf. En auðvitað er farið að styttast í jólaprófin og ég þarf að vinna marga kafla upp fyrir það. Raggi er komin í mánaðar fæðingarorlof núna svo ég geti einbeitt mér að skólanum. Enda þörf fyrir það. Ég er að klára og þá er ekkert í boði að vera illa lærður. Ég er ekki búin að geta lært eins og ég vildi yfir önnina en næ vonandi að vinna það upp núna:)

Svo er ég líka búin að reyna að hafa tíma til að sinna áhugamálinum mínu sem er að taka ljósmyndir ef þið vissuð það ekki. Og það er ekki mikill tími sem ég hef í það en ég er nú samt búin að afreka eitthvað. Tók myndir af Helenu og Evu Maríu seinustu helgi. Svo fór ég á miðvikudaginn í Njarðvík til Elvu vinkonu og tók myndir af Rúnari Óla og frænku hans Birtu Rós. Ég er bara ánægð með afraksturinn og er þakklát fyrir alla æfingu sem ég fæ. Er að fara yfir myndirnar og það tekur smá tíma... En setti nokkar á facebook og Flickr síðuna mína svo það er hægt að sjá eitthvað af þessu:) Mér finnst þetta rosalega gaman og þó að þetta sé ekkert professional þá sé ég alveg hvað maður tekur miklum framförum á að æfa sig og fikta.
Ísak Andri er sprækur og æðir út um allt:) Hann stendur líka upp við allt núna og er rosa montinn! Við erum ennþá að vinna með svefninn hans. Vá hvað ég hlakka til að það komist í lag! Þetta virðist eitthvað vera að skána en í seinustu viku vaknaði hann kl. 5 á morgnana í nokkra daga í röð og ekki séns að fá hann til að sofna aftur. Tvær síðustu nætur höfum við fengið hann til að sofna aftur sem betur fer og daglúrarnir hans eru að breytast eitthvað líka sem á eftir að hafa góð áhrif á nóttina. En það er svo yndislegt að eiga þennan gullmola að maður er svosem ekki að væla of mikið yfir þessu. Það sagði enginn að það væri bara auðvelt að eiga barn. En það er það besta í heimi eins og ég hef oft sagt!!!
Endilega að kvitta svo ég sjái hverjir eru að skoða síðuna.

4 comments:

Anonymous said...

hæhæ...ótrúelga flottar myndir á flickr. gaman að kikja á Ísak í kvöld, sjá hann spretta um allt hús á annari hendini og annari löppini haha... knús á ykkur

Anonymous said...

hæhæ bara að kvitta fyrir komuna :) vonandi náið þið svefninum í lag.. skiptir svo miklu að ná góðum svefni.
Flottar myndir hjá þér

Kv. Anna Lilja og Jóhann Sverrir

Anonymous said...

vá hvað ég dáist af þér að vera í skóla líka ,fjúfff,mjög flottar myndirnar þínar.. Þú getur sent Ragga og 'Isak til mín ef þú villt losna við skæruliðana úr húsinu svo að þú getir lært.. hilsen frá Túngötu 2 kv Teresa

Hilmar Kjartansson said...

hæ hæ

kíki regululega á síðuna en er of latur við að kvitta....hlakka til að hitta ykkur eftir 3 vikur
kv. Himmi