Wednesday, October 29, 2008

Nú er friðurinn úti!

Þetta er spennandi:)Jæja best að taka til eftir sig!!

Mér finnst ég svo sem ekki hafa neitt að segja núna... Erum bara heima þar sem Ísak Andri er veikur núna. Hann er með smá hita og hálsbólgu. Hann er voða lítill eitthvað. Svaf bara upp í hjá okkur í nótt því okkur fannst svo ljótt hljóð í honum. Það varð líka ekki svo mikið um svefninn. Við vorum að komast á ról með að taka svefnrútínuna í gegn og ég ætla að vona að það fari ekki úr skorðum núna.
Við fórum með hann í vigtun og sprautu seinasta fimmtudag. Hann er orðinn 8.2 kg og 71.5 cm. Bara flottur. Læknirinn sagði að hann yrði örugglega langur og grannur. Hann fæddist nefninlega einu staðalfráviki fyrir neðan meðaltal í hæð og þyngd og fylgir alltaf línunni sinni í þyngd en hann er kominn í meðaltalslínu í hæð núna. Svo var hann ekkert smá duglegur að fá sprautuna og varð ekkert slappur af henni. En hann er með banaexem í kinnum og ég á að fara með hann í ofnæsmispróf bara til að útiloka að þetta sé bara exem en ekki fæðuofnæmi. Vonandi kemur það bara vel út.
Annars er litli guttinn okkar sprækur og er farin að fara út um allt hús á rassinum. Bara sætt að sjá hann og hvað hann er snöggur líka. Hann fer auðvitað beint í hluti sem hann á ekki að fara í:) Sjónvarpsskápurinn er mjög spennandi og læt ég fylgja myndir af því þegar hann opnaði hann einn daginn og var aðeins að kíkja á hvaða dvd myndir mamma og pabbi eiga. Hann er mjög orkumikill og stoppar ekki þegar hann er vakandi. Sem er bara eins og það á að vera. Svo er hann líka alltaf að spjalla meira og meira og koma með ný hljóð sem við erum himinlifandi að heyra. Bíðum spennt eftir því að heyra eitthvað sem við skiljum eins og mamma eða pabba:) Það gæti alveg farið að koma.
Af okkur Ragga að frétta er ekkert merkilegt fyrir utan það að kallinn er að verða 30 ára á laugardag:) alveg að komast á fertugsaldur, hehe... Við ætlum að vera með smá kaffiboð fyrir vini og vandamenn til að halda upp á þetta. Held að þetta sé í fyrsta skipti sem Raggi samþykkir að halda upp á afmælið sitt. Kannski er þetta aldurinn. haha:) Skrýtið hvað tíminn líður hratt eftir 20 ára afmælið. Mér finnst ég bara alltaf vera 18 ára og nýbúin með grunnskóla. En nei maður er bara að orðinn fullorðinn með ábyrgð og svona skemmtilegheit.
Já og af verkefnum og prófum að frétta er það að mér gekk rosa vel. Eiginlega betur en ég þorði að vona þar sem ég náði ekki að læra alveg eins mikið og ég vildi. Fékk svo bara þessar fínu einkunnir:) Maður er greinilega skipulagðari þegar maður á barn.

Jæja ætla að reyna að gera eitthvað á meðan litli sæti sefur...

3 comments:

Anonymous said...

Það er allveg merkilegt hve börnum finnst gaman að tæta út úr sjónvarpskápum. Fékk hreinlega flassback að sjá myndirnar af töffaranum........hef sko lent í þessu líka ;)
Sjáumst á laugardaginn.

Kv. Þorgerður

Anonymous said...

hæj sæti ... þú ert algjör orkubolti... takk fyrir daginn í gær love you

Anonymous said...

Hahaha nú er fjör hjá littla manninum kominn í skápana,ekkert smá uppgötvannir þessa dagana,vá ég sé þetta ekki fyrir mér að mins verði einhvertíman svona stór...Sjáumst vonandi fljótt aftur ,kv Teresa