Monday, October 6, 2008

Sjáiði flottu tönnslurnar mínar:)


Já einn daginn vorum við Raggi að leika okkur með syni okkar. Þetta er ein útgáfan af taubleiu á hausnum. Langaði að sýna ykkur tennurnar hans:) Svo er önnur útgáfa af gamalli konu. Hann var ekki að fíla það eins mikið, hehe.

Við fórum í skírn á laugardaginn þar sem stelpan hjá Telmu og Svenna var skírð. Hún heitir Kara Mjöll. Rosa flott nafn finnst mér. Það var mjög fínt og fékk maður nóg af góðum kökum. Þar á meðal skírnartertuna sem Raggi gerði. Hann vissi nafnið semsagt kvöldið áður og ég var ekkert smá forvitin. Hann ætlaði síðan heldur betur að ná mér á laugardaginn þegar hann var að skreyta kökuna og spurði mig hvort hann ætti ekki bara að segja mér nafnið þar sem hann væri að fara að setja það á kökuna. Ég myndi bara þykjast ekkert hafa vitað. Ég var ekkert smá hneyksluð á honum og sagðist nú alveg geta beðið í 2 tíma í viðbót og myndi sko alveg virða það við þau að ég ætti ekkert að vita. Svo fattaði ég að hann var bara að testa mig þar sem ég er mjög forvitin og ætlaði aldrei að segja mér neitt. Ég er mjög fegin að hafa staðist það, haha... Annars hefði hann notað þetta óspart á mig.

Svo á laugardagskvöldið fékk ég sms frá Söru um að hún og Birna væru að fara að fá sér bjór og spurði hvort ég vildi ekki kíkja. Ég var ekkert smá fegin því ég var ekki að nenna að glápa á sjónvarpið enn eitt kvöldið og laugardagur í þokkabót... Þannig að ég var bara leiðinleg við Ragga og skildi hann eftir heima og kíkti á þær. Það var rosa gaman. Langt síðan við gerðum þetta og það var mikið spjallað og var mjög gaman. Ég drakk tvo bjóra og var bara vel í því. Algjör hæna:) kom ekki heim fyrr en um 2. Sem er mjög seint í ljósi þess að við erum að vakna á milli 5 og 6 þessa dagana.

Það er svolítið mikið vesen búið að vera á honum Ísak Andra á nóttinni og við erum að reyna að koma svefninum í betri rútínu þannig að hann sofi meira á nóttinni. Erum orðin frekar langþreytt og þetta er ekki alveg að virka þar sem við erum í skóla og vinnu. Svo er hann að sofa vel á daginn. Ætlum að reyna að fækka daglúrunum hans og athuga hvort hann sofi meira á nóttinni þá. Nenni ekki lengur að vera komin á fætur um 6. 7 er alveg fínt bara. Kannski er þetta bara út af tanntöku en hann er orðinn mjög góður af bakflæðinu og er bara rosa hress og kátur strákur. Hreyfiþroskinn er á flugi núna og hann er alltaf að hreyfa sig meira og öðruvísi.

Ég ætla ekki að hafa þetta lengra núna, nógu langt samt sem áður. Við erum að fara að heimsækja Telmu og co. Hún á afmæli í dag! Til hamingju sæta:) Svo erum við stelpurnar í saumó að fara að hittast með krílin okkar seinna í dag og borða saman. Hlakka til.

Svo sendum við kveðju til Steina á Siglufirði, Habba í Búðardal, Valda í Noregi, Egga í Austurríki og Himma á Nýja-Sjálandi. Bræður manns eru út um allt núna. En ég fæ að sjá þá alla um Jólin!!

Kossar og knús, Ósk, Raggi og Ísak Andri.


Posted by Picasa

3 comments:

Anonymous said...

hahahahha... ji minn hann er snillingur, þið verðið eiginlega að setja myndbandið af honum þegar hann er að borða maukið það er endalaust fyndið.en jæja love you ísak...

Anonymous said...

Hæ sæti! Takk fyrir samveruna í gær. Það var bara gaman að hitta ykkur mæðgin en sjáumst vonandi bráðlega aftur hafið það gott kveðja Rósa Kristín

Anonymous said...

Bara að kvitta fyrir komuna.. :) Vonandi kemst svefnin hans í betra horf fljótlega... gengur allt svo mikið betur þegar þau sofa vel á nóttunni.. :)
Hafið það gott.
kv. Anna Lilja