Wednesday, October 22, 2008

Tíminn líður hratt...

Litli sakki sokkur mjakar sér út um allt á rassinum og finnst ekkert skemmtilegra en að lemja sjónvarspskápinn. Hann er alveg að fara að skríða á 4 núna... Gerist rosa hratt. Það er sko ekki eins erfitt að teygja sig í hlutina þegar maður getur hreyft sig um og þá er komið að því hjá foreldrunum að fara að kenna hvað má og hvað má ekki. Gaman að því:)

Með Rúnari Óla vini sínum:)

Langt síðan ég bloggaði síðast. Enda var frekar mikið að gera í seinustu viku. Verkefni lokið. krossaprófum lokið og umræðutíma lokið. Svo gerði Raggi skírnartertu. Nóg að gera umfram þetta venjulega.
Við enduðum svo vikuna á að fara í sumarbústað með Elvu, Elvari og Rúnari Óla. Þau buðu okkur að koma með sér og það var alveg æðislegt. Mikið spjallað! Hlegið, borðað, spilað og haft gaman með litlu grallarana. Við gátum meira segja farið í pottinn með strákana því hann er yfirbyggður.

Jæja ég ætla ekki að hafa þetta lengra núna. Set inn meira næst. Við erum að fara með hann í vigtun og sprautu á morgun. Það verður gaman að sjá hvað hann er orðinn þungur og stór:)

4 comments:

Anonymous said...

Halló SÆTI !!! þú stækkar ekkert smá .. það verður endalust gaman þegar þú verður farinn að skríða um allt... RISA KNÚS á þig bjútí bollann mín.. er farinn að telja niður þar til þú kemur í rvk í dag þá fæ ég að knúsa þig... ELSKA ÞIG BIG TIME

Anonymous said...

oh littli sæti ofurdúlli,bara flottastur að skríða og setja duddið uppí þig með boltann í annari hehe,ég var að rugla með myndina á blogginu það var á Unnar bloggi sem ég sá hann vera næstum því að skríða,hehe þú skildir ekkert hvað ég var að meinaenda ekki skrítið :) takk fyrir góð ráð og að róa móðursíkina varðandi júllurnar,það var gott að fá ykkur,sjáumst vonandi fljótlega aftur..kv Teresa

Anonymous said...

Hæ litli lasarus ! Láttu þér batna sem allra fyrst hafið það sem best
batakveðja Rósa Kristín

Anonymous said...

Hæ snúllinn minn, vonandi batnar þér fljótt. love you kv.Unnur