Thursday, October 9, 2008

Já ég er bara sætastur...

Hann var í smá myndatöku hjá mömmu sinni þessi elska. Þótti sko ekki leiðinlegt að sprikla á sprellanum í rúminu okkar:) Bara sætur og flottar myndirnar sem ég náði af honum.

Ég ákvað að setja inn færslu þar sem ég þurfti aðeins að stoppa í lærdóm. Er að læra eins og brjálæðingur núna. Í næstu viku er ég BARA að fara í 2 krossapróf, skila verkefni og sjá um umræðutíma. Merkilegt hvað þetta hrúgast upp á sama tíma. Svo róast þetta aðeins og er ekki svona mikil törn fyrr en bara í jólaprófunum. Próftaflan kemur einmitt á morgun og ég er spennt að sjá hvernig þetta raðast hjá mér. Vonandi ekki allt ofan í öllu og á síðasta degi sem er 20 des! Það er sko meira en að segja það að vera í háskóla með lítið barn.

Kallinn okkar er að verða 8 mánaða á morgun. Ég trúi því varla hvað þetta líður hratt. Um þetta leyti fyrir 8 mánuðum var ekkert að gerast og ég talaði við Rósu í símann. Svo bara um miðja nótt vaknaði mín með verki og 5,5 tímum eftir það komið barn. Já lífið breyttist frekar mikið á stuttum tíma:) Bara yndislegt að hugsa til dagsins sem hann fæddist. Og hann er fullkominn. Þið skiljið þessa væmni sem eigið börn og þið hin eigið bara eftir að upplifa þetta...

Hann var svona lítill. Sakna þess bara stundum að vera með svona lítið kríli, þau stækka allt of hratt.

7 comments:

Anonymous said...

Úff já maður skilur þessi væmni núna hehe. Þessi börn eru alveg yndisleg.
Kv.Elva

Anonymous said...

já þetta er sko bara yndislegast í heimi, og já tíminn er sko alltof fljótur að líða. Kv Sara,kobbi og Hildur Harpa

Anonymous said...

úff ég fékk bara gæsahúð að lesa þetta hjá þér... ég er búin að vera svona ofur væmin síðan ég átti Köru litlu enda ekki það langt síðan hehe;) Hlakka strax til að upplifa þetta allt saman aftur( verður samt ekki strax sko hehe....) Mér finnst dagarnir svoleiðs fljúga áfram eftir að hún fæddist. :)Annars var ég bara að sjá seinustu færslu núna;) takk fyrir afmæliskveðjuna og takk fyrir skírnardaginn. æði að þið gátuð glaðst með okkur;) Kveðja. Telma og Kara Mjöll

Anonymous said...

JÁHÁ..þú ert sko búin að vera snöggur að stækka sæti minn, Ég elska þig big time sæti minn love Unnur Perla

Anonymous said...

Obobbojjjj oh svo sætur gordjus augu þarna..jáh dáist að þér að vera í háskóla og með barn,fjúff kraftur í kellu bara..Já ég hefði sjálf alldrei getað trúað hvað maður getur verið stoltur bara af hverri nýrri hreyfingu,þetta er bara yndislegt :)
Fer að koma bara í vikunni,þarað segja ef mar er ekki að trufla þig í lærdómnum...hilsen kv Teresa Bangsa

Anna said...

hehe já það er ótrúlegt hvað tímin er fljótur að líða hehe..

Kv. ALJ

Unnur said...

hæ fallegi frændi. sakna þín ógeðslega mikið, endilega að kikja í heimsókn til min ..... love you longtime