Saturday, August 2, 2008

Jæja...
Ekki mikið að frétta héðan af bæ.
Við fórum með Ísak Andra í vigtun um daginn þegar hann var akkurat 5 1/2 mánaða. Þá var hann slétt 7 kg. og 65 cm. Hann er að verða svo stór og sígur sko í þegar maður heldur á honum. Hann fékk sprautu líka og við fundum ekki fyrir neinni óværð eða hita hjá honum. Hann er nú samt búinn að vera frekar erfiður undanfarna viku og held ég að það sé bakflæðinu að kenna. Ég fór með hann aftur í höfuðbeina og spjaldhryggsmeðferð og viti menn, hann var miklu betri í nótt. Hún sagðist finna mikla spennu hjá vélindanu þannig að þetta stemmir alveg. Vona að þetta fari að þroskast af honum. Þoli ekki þegar honum líður illa greyinu.
Annars er hann fullur af krafti og yfirleitt er hann að bylta sér á alla kanta í rúminu sínu og stundum er hausinn kominn þar sem fæturnar voru upphaflega:) bara fyndið að sjá hann þegar maður fer að sinna honum.
Við erum bara heima um helgina og Karel er hjá okkur þar sem Heiða og Maggi fóru til Danmerkur. Strákarnir skruppu í bíó og ég ætla bara að horfa á step up 2 á meðan og hafa það gott!

Set inn sætar myndir úr baðinu hjá honum... Í sætinu sem Þorgerður og Siggi gáfu honum.
Hvað er verið að troða mér í baðið í þessu dóti??

Jæja best að smakka aðeins á þessu...

...Svo er líka hægt að leika í bíló:) brrrr

Mig langar að þakka fyrir kommentin. Gaman að sjá hverjir fylgjast með...

5 comments:

Anonymous said...

bara sætur í baðinu!kv sara kobbi og Hildur Harpa

Anonymous said...

Hæ já eg kíki inn reglulega til að fylgast með ykkur. Hann er orðin ansi myndarlegur og sprækur kallinn ykkar.kv Fjola frænka.

Unnur said...

hæhæ sætilíus...

bara kvitta luv you

Anonymous said...

Hæ bara að kvitta svona einu sinni, alltaf jafn sætur og duglegur. kv Guðrún Helga

Anonymous said...

Hann er að verða svo gauralegur ;)