Thursday, August 21, 2008

Nú förum við í sumarfrí...


... Loksins! Við erum að fara upp í sumarbústað og verður þar í viku. Eins og fólk hefur tekið eftir er ég mjög spennt fyrir því:) Ég ákvað að blogga þar sem það kemur ekki nýtt blogg fyrr en eftir að minnsta kosti viku...

Hann er bara fallegur:)

Ég er að æfa mig á myndavélinni og er að fá nokkrar góðar myndir. Þetta er ekkert smá skemmtilegt hobbý og ég á sko eftir að vera í þessu áfram:) Við Sara getum líka skroppið saman í ljósmynda ferðir einhvern tímann. Hún er rosa klár með sína vél. Þið getið kíkt á flickr síðurnar okkar hér af link á síðunni...

Við Ísak Andri vorum að koma úr vigtun og sprautu. Hann er orðinn 7.460 kg og 66.5 cm langur. Bara flottur. Hann var alltaf undir meðalkúrfunni en er kominn yfir meðaltal núna. Hann er svo duglegur og sætur. Hann er alltaf að gera eitthvað nýtt og er orðinn algjör kúrikall. Það er svo gott þegar hann leggur sig upp að manni og er að knúsa mann. Það er svo góð tilfinning að vera svona mikilvægur gagnvart barninu sínu. Þegar fólk er að tala við hann og við höldum á honum þá hjúfrar hann sig upp að manni eins og hann sé feiminn. Bara sætt. Samt er hann ekki mannafæla eða neitt þannig. Allavega ekki ennþá:) Svo er hann nánast farin að sofa alla nóttina og eiginlega hættur að fá næturpelann. Það er sko lúxus. Við erum að fara á fætur á milli 6 og 7 á morgnana. Er rosa sátt þegar ég fæ að sofa til 7:) En plúsinn er að á móti er hann að fara að sofa upp úr 8 á kvöldin. Og þá er tíminn okkar... Það er notalegt að fá smá tíma fyrir sig.

Mynd af kúrikallinum eldsnemma að morgni til (sem útskýrir hvað mamman er sjúskuð, hehe)

Svo ætla ég að óska Telmu og Svenna innilega til hamingju með gullmolann sinn. Þau eignuðust stelpu í gær:) Ég er að fara á eftir að máta hana og hlakka ekkert smá til. Telma var gangsett þar sem stelpunni leið svo vel hjá mömmu sinni. Hún ætlar greinilega að vera þrjósk. Hún og Ísak Andri verða góð saman:) Bara æðislegt...

Þar til næst, knús og kossar til ykkar. Pollýanna og co.

3 comments:

Anonymous said...

Góða skemmtun upp í bústað. Á allveg pottþétt eftir að vera algjört æði hjá ykkur. ekkert smá næs að komast aðeins í burtu frá hverdagsleikanum. En já ósk hvernig væri það að við myndum fara skreppa saman í myndavéla rúnt vi tækifæri. Annars biðjum við að heilsa kúrikallinum og ykkur. hafið það rosa gott. kv sara,kobbi og Hildur Harpa

Anonymous said...

Góða skemmtun upp í bústað. Á allveg pottþétt eftir að vera algjört æði hjá ykkur. ekkert smá næs að komast aðeins í burtu frá hverdagsleikanum. En já ósk hvernig væri það að við myndum fara skreppa saman í myndavéla rúnt vi tækifæri. Annars biðjum við að heilsa kúrikallinum og ykkur. hafið það rosa gott. kv sara,kobbi og Hildur Harpa

Unnur said...

hæhæ. ótrúlega flottar myndir af þér Ísak minn. og já góða skemtunn í bústaðnum.

Luv Unnur