Wednesday, August 13, 2008

Stór Strákur


Helena Anja og Ísak Andri úti í góða veðrinu

Jæja þá er kominn tími á nýja færslu finnst mér.
Ísak Andri er orðinn 6 mánaða og mér finnst hann orðinn rosa stór. Hann var 7 kg í síðustu vigtun en það eru 3 vikur síðan og bara ein vika í næstu vigtun. Hann er líka farin að síga heldur betur í. Okkur finnst eins og hann hafi á einni nóttu hætt að vera ungabarn og orðið barn... Hann er til dæmis farin að drekka einn til tvo pela á dag og borðar því meira af maukuðum ávöxtum, grænmeti og graut. Svo drekkur hann líka úr stútkönnu og veltir sér út um allt og er kominn út á gólf áður en maður veit af. Það er sko ekki hægt að líta af honum núna. Hann sveiflar sér á magann af bakinu um leið og hann er lagður niður og stundum er eins og hann ætli hreinlega að skríða af stað. Þetta er svo mikill þroski sem er í gangi að það er ótrúlegt. Maður sér bara hvað hann er orðinn miklu meira athugull og meðvitaður um umhverfið sitt. Það er svo sætt líka þegar hann kúrir sig að manni þegar hann verður pínu feiminn. Greinilega farinn að gera mun á þeim sem hann þekkir vel og illa. Þetta er bara yndislegt barn og auðvitað það fallegasta í heiminum:) Ég elska þegar allir eru að segja hvað hann er sætur og með falleg augu og svona. Maður getur rifnað úr stolti! En svo eru allir að segja að hann sé alveg eins og pabbi sinn. Skil ekki hvað fólk er að tala um!! Neinei segi svona. Hann er voðalega líkur Ragga:)
En Ísak Andri er orðinn miklu betri eftir að hann fór í höfuðbeina og spjaldhryggsmeðferðina. Hann er stundum eins og annað barn. Miklu ánægðari með lífið:) Svefninn á nóttinni er eitthvað aðeins að stríða okkur. Erum að vinna í því að koma því í lag.

Við skruppum í sumarbústað til Guðrúnar Helgu og Yngva síðustu helgi og vorum yfir eina nótt. Það var bara næs! Við vorum bara að slappa af, spila og borða:) Hefði vilja vera lengur... En við erum svo að fara í okkar bústað þann 22. og verðum í viku þá:) Ég hlakka ekkert smá til. Það verður örugglega yndislegt. Svo er bara að styttast í að ég fari í skólann að klára loksins og Ísak Andri til dagmömmu. Hann fer til hennar Rúnu í borgarhrauninu. Ég er ekki tilbúin að setja hann til dagmömmu og ég kvíði alveg hrikalega fyrir því. En svo þegar ég pæla í því þá er þetta erfiðara fyrir mig en hann. Hann verður bara í 4 tíma og mun að öllum líkindum sofa í 2 af þeim tímum. En svona er þetta. Ég ætla allavegana ekki að fresta náminu meira. Svo er ég alltaf að velta fyrir mér hvað ég geri í sambandi við meira nám og eru margar hugmyndir búnar að poppa í kollinn á mér. En ég er á þeirri skoðun núna að ég ætla að fra í framhaldsnám í sálfræði og verða sálfræðingur. Held ég verði bara ágæt í því starfi:)

Bestu kveðjur, Óskin sem er að pæla á fullu:)
Posted by Picasa

5 comments:

Anonymous said...

Hæ sæti
Takk fyrir göngutúrinn áðan bara gaman að hitta ykkur sjáumst vonandi fljótlega aftur kveðja Rósa og skvísurnar

Anonymous said...

Þau stækka svo fljótt þessar elskur! Allt of fljótt að mínu mati...en svona er þetta bara hehe.

Elva og co

Unnur said...

kvitt kvitt

love you ísak

Anonymous said...

Stóri strákurinn, ekkert smá flottur.
Og okkur gengur svona vel að hittast, jahá þetta getum við hahaha!!! Verðum að fara að bæta úr þessu þ.e. ef Óli fer að hætta að taka að sér alla þessa auka helgarvinnu :/
Hafið það gott elskurnar og knús frá okkur til ykkar

kv. Kiddý og gengið

Anonymous said...

Hæ hæ vildi bara óska ykkur góðrar ferðar og skemmtunar uppi í bústað hafið það súper gott kveðja Rósa