Saturday, September 13, 2008

7 mánaða

Í rauðu náttfötunum sem ég keypti þegar ég var ólétt og fannst heil eilífð þar til barnið mitt myndi passa í þau! Bara sætur í þessu:)
Já ég er bara rosa sætur í rúminu mínu:)
Á ég að fara að sofa. Æi mamma!

Jæja, það er komin rúmlega vika síðan síðasta blogg var sett inn. Fólk er greinilega á þeirri skoðun að það verði að vera vikulegt blogg, sem er bara fínt. Það er nottla orðið frekar mikið að gera hjá okkur og ekki enn gefist tími í að dúlla í einhverju svona. En þar sem maður er vaknaður kl. 6 á laugardagsmorgni þá er ekkert annað að gera en að skella inn færslu.

Ísak Andri situr á leikteppinu og er orðinn svo duglegur að sitja einn að maður þarf ekki að sitja alltaf yfir honum ef hann skyldi nú detta. Þvílíkur þroskamunur sem er að eiga sér stað. Það er meira á hverjum degi held ég bara. Það sem hann er er farin að gera núna hefur hann meira vald á á morgun.
Það gengur ekkert smá vel að hafa hann í sínu herbergi. Ég hélt að þetta yrði eitthvað mál, en neinei gengur bara eins og í sögu og allir farnir að sofa meira og betur. Það er bara snilld að fá að sofa og ég er ekki frá því að við séum að vinna upp svefn seinustu mánuða. Ísak Andri er samt annað slagið að vakna um 6 en það kemur oftar fyrir að hann sofi til 7 sem er góð framför.

Hann fékk aðra tönn nokkrum dögum eftir að sú fyrsta kom og er farið að sjást og heyrast vel í þeim. Bara sætt... Við Inga erum að passa fyrir hvor aðra og eru hann og Helena því mikið saman. Þau eru svo sæt. Það eru 2 1/2 mánuður á milli þeirra en þau eru svipað stór, hann meira segja þyngri. Svo er hún auðvitað farin að skríða út um allt og hann situr bara og fylgist með henni. Svo rífast þau um dótið og svona:)
Annars er bara gott að frétta. Nóg að gera. Mér lýst bara vel á skólann og held að þetta verði bara gaman. Er ekki með þennan leiða sem ég var komin með og þá er þetta skemmtilegt.
Set líka inn tvær myndir úr bústaðnum. Átti það alltaf eftir...

3 comments:

Anonymous said...

hæhæ vildum bara kvitta fyrir innlitið. mömmur okkar verða svo að fara hittast með okkur með sér, svo getum kanski leikið pínu saman. og til hamingju með tönnslurnar! kv Hildur Harpa og mamma

Anonymous said...

hæhæ gaman að lesa nýja færslu og líka gaman að sjá að þú getir notað bolinn sem ég gaf þér sæti minn, en hafið það gott kveðja Rósa Emilía 'Osk og
Júlía Björk (lasarus)

Anonymous said...

Hæhæ alltaf gaman að lesa fréttir og sjá myndir af þér sæti kall:) kv. Guðrún Helga, sjáumst fljótlega