Thursday, September 4, 2008

Maður er svo duglegur að sitja einn:)

Jæja þá er ég byrjuð í skólanum. Það er svolítið skrýtið en gaman samt. Ég fékk gamla tilfinningu við að fara í skólann á þriðjudag og er bara frekar spennt fyrir haustinu. Ég var komin með svo mikinn skólaleiða að ég naut þess ekki að vera í skóla en núna er ég svo fersk og tilbúin í þetta. Hlakka til að klára þetta. Fann fyrir miklum söknuði til Kristínar Birnu og Þóreyjar en við vorum mikið saman í skólanum og þær eru báðar komnar með sína BA gráðu. Skrýtið að vera allt í einu ekkert í kringum þær núna. Lóa verður held ég í einhverjum tímum með mér og það verður gaman að hitta hana.

Það verður mikið að gera á þessu heimili og því nauðsynlegt fyrir okkur Ragga að vera skipulögð. Það er sko allt annað að vera 2 eða 3 í heimili. Maður verður að hafa meiri tíma til að eyða saman. Það er svo mikill þroski í gangi hjá Ísak Andra að það er ótrúlegt. Þessi börn verða alltaf minni og minni ungabörn og mér finnst hann sko ekkert ungabarn lengur. Hann er farin að gera svo margt og ég sé bara hvað það verður mikið að gera þegar hann fer að skríða og labba. Hann er farin að sitja mjög vel einn þó við förum ekki frá honum. Það kemur alltaf að því að hann dettur en þó líður alltaf lengri og lengri tími á milli. Svo er hann líka farin að færa sig út um allt og farin að ýta sér afturábak með höndunum. Það er bara tímaspursmál hvenær hann fattar endanlega hvernig á að skríða. Hann ýtir sér oft upp á hné og ýtir rassinum upp en fattar ekki að nota fremri hluta líkamans með til að hjálpa að koma sér áfram. Hann er alltaf svo duglegur að borða og heldur sjálfur á pela og stútkönnu. Skapið er enn til staðar og þegar hann missir dót eða nær ekki í það þá verður hann stundum bara reiður. Það er bara sætt að fylgjast með honum því persónuleikinn skín alltaf meira í gegn með meiri þroska.
Nýjasta í fréttum með Ísak Andra er að hann er búin að sofa tvær nætur í sínu eigin herbergi. Við ákváðum að færa hann því hann er orðinn svo stór stákur. Ég var farin að sofa svo illa því hann byltir sér svo mikið þar sem hreyfigetan er svo mikil og ég var alltaf að rumska við þessi læti og hann steinsofandi. Ég var líka á þeirri skoðun að pabbi hans væri of fljótur að sinna honum ef hann heyrði í honum og væri þar af leiðandi að vekja hann með þessu veseni við að laga hann til og vera ofurpabbi:) Taka það fram að Raggi er ekki sammála mér með það. Fannst ég bara vera of hörð, hehe. En Ísak Andri búin að vera rosa duglegur strákur þessar tvær nætur og svaf frá því að hann sofnaði um 8 á kvöldin alveg þar til hann vaknar á morgnana sem er ennþá kl. 6, og þá er maður bara glaðvaknaður. Það er svaka munur að vera ekki alltaf að vakna nokkrum sinnum á nóttinni og því held ég að allir séu sáttari og fái betri svefn. Okkur finnst þetta svolítið skrýtið og við söknum þess að hafa hann ekki alveg hjá okkur en við ætluðum alltaf að setja hann í sitt herbergi snemma og erum ánægð með hvað það gengur vel. Merkilegt hvað foreldrarnir þurfa að aðlagast öllum breytingum líka:)
Já, þá held ég að hafi ekki meira að segja. Er bara ánægð með lífið og litla gullmolann minn.
Að spjalla við pabba sinn...

Posted by Picasa

6 comments:

Anonymous said...

Roasalega fallegar myndir! Enda rosa sætur strákur :)
Kveðja Elva og Rúnar Óli

Anonymous said...

Ji dúdda mía... þú ert svo mikil dúlla,ég á eftir að sakna þín svo ógeðslega mikið þegar ég verð í burtu í heilan mánuð... Love you gullið mitt þín frænka Unnur

Anonymous said...

Hann er nú meira krúttið hann Ísak Andri. Ég er nú alltaf til í lunch eða kaffi þótt ég sé ekki í skólanum, ég er allavega í bænum :)
Gangi þér rosalega með þetta litla sem þú átt eftir, það er nú munur að gera þetta búin með ritgerðina.
Kv. Kristín Birna

Anonymous said...

Ji minn, þessi augu alveg bræða mann ;)

Anonymous said...

Hæhæ.... ég er strax farinn að sakna ykkar.Það er ótrúlega gaman hér í Hveragerði,ég er dugleg að skrifa á bloggið svo endilega fylgist með það er svo gaman að sjá hverjir eru að koma... love Unnur

Anonymous said...

Hæ sweet
við vorum bara að tékka á nýrri færslu og fleiri myndum farðu nú að reka á eftir henni múttu þinni :) en hafið það gott kveðja Rósa