


Jæja ákvað að henda inn stuttri færslu.
Allt gengur bara vel hjá okkur og þetta er alveg yndislegt hlutverk sem maður er komin í. Held það sé ekkert æðislegra í heiminum en að fá að eignast barn og vera foreldri. Vonandi á maður eftir að standa sig vel:)
Hér eru myndir af litla kút í baði og í nuddi. Það er sko ekki slæmt að fá dekur frá upphafi og honum líður voða vel eftir þetta. Svo erum við búin að fara í 2 heimsóknir. Við byrjuðum á því að kíkja til Ingu og Helenu í heimsókn þar sem teknar voru myndir af þeim frændsystkinum saman fyrir boðskortið í skírnina. Þau verða skírð saman þann 8. mars. Styttist í það að hann fái nafn og við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að missa það út úr okkur:) Helena fær svo annað nafn til viðbótar sem við vitum ekki. Eva fékk að vera með á nokkrum myndum líka. Þetta er sko myndarlegur hópur. Litli er bara sofandi á milli þeirra.
Við kíktum svo í kaffi til mömmu í gær og enduðum í mat líka. Það er rosa gott að komast svona út þar sem ég er frekar bundin núna og gaman að kíkja með hann með þar sem það er ekki alveg kominn tími í að fara með hann í vagninn.
Við leyfum ykkur að fylgjast með áfram.
Bestu kveðjur!