Hvað er betra en að vakna snemma á afmælisdaginn og fara út að hlaupa? Ég gerði það allavegana og það var rosa gott. Ég er svo á leiðinni í lónið með mömmu þar sem við erum að fara í nudd. Ég áhvað að bjóða henni þar sem hún á það alveg skilið.
Ég er búin að fá 3 afmælisgjafir. Mynd frá Habba, kertastjaka frá Söru og svo frá Ragga...

Já ég fékk þetta flotta mótórhjól og er svaka gella á því:)
Já og til að hrósa mér meira þá hitti ég Þórey vinkonu mömmu áðan og hún hafði orð á því að ég hafi grennst:) Gaman að því.
Ég skrifa aftur eftir helgi...
Ætla að eiga frábæran dag! Kveðja Ósk.
3 comments:
Til hamingju með afmælið!
kv.
Ásdís
hae hae
til hamingju med afmaelid litla syst.
Flott hjol....ertu med rettindi
kv. HK
já ég fékk réttindi sumarið 2005. Vissirðu það ekki??
Post a Comment