Wednesday, May 23, 2007

Jæja ég fór til Svans í gær og er bara þokkalega ánægð með árangurinn. Bætti mig síðan síðast, sem er mjög gott og nú ætla ég ekki að detta í eitthvað rugl aftur. Var líka að átta mig á að brúðkaupið er eftir tæpar 9 vikur eða 2 mánuði rúmlega. Maður tekur þetta með trompi núna. Svanur þú kannski kemu rtölum áleiðis. Og þú mátt endilega segja mér breytinguna á BMI og fituprósentu. spurði þig ekkert að því...
En já það er mikið að gera hjá mér en ég er samt að finna mér tíma til að æfa. Ég skokkaði/labbaði rösklega til skiptis í vinnuna í dag. helvíti ánægð bara. Í fyrramálið er ég að fara að hjóla í vinnuna. Mér líður rosalega vel að vera að hreyfa mig svona:)
skrifa meira um helgina þegar ég er komin í frí. eða ekki frí. Raggi er að úrskrifast á föstudag, við ætlu mað taka krakkana Steina og Grace í bæinn á laugardag og leyfa þeim svo að gista, sem var löngu búið að lofa. svo kannski slappar maður af á sunnudag:) það er flott plan held ég bara.
Og já ég er farin að sjá fyrir endann á BA ritgerðinni þar sem við vorum að skila inn stórum hluta og ætlum að skila ritgerðinni vonandi eftir circa 3 vikur. jibbí. allt að gerast.


Góða nótt, kveðja bjartsýna Ósk!

7 comments:

Hilmar Kjartansson said...

hae hae
vid erum rosa stolt af thvi hvad thu ert ad standa thig frabaerlega a ollum vigstodvum um thessar mundir.
Thad er ekkert smagaman ad lesa pistlana nuna....oll neikvaednin hefur horfid eins og dogg fyrir sumarsolu :)
Hvernig er med aefingarnar....eru thaer tha ekki ad verda of lettar, vid thurfum ad fara ad taka almennilega a thvi sidustu 9 vikurnar fyrir brudkaup...
Thad vaeri gaman ad fa nyjar myndir inn a siduna fljotlega lika.
Hvernig gengur i mataraedinu? Er Ragginn ekkert ad smitast af framkvaemdagledinni i ther?
bae i bili, HK

Unknown said...

sæl
þetta gekk bara mjög vel hjá þér og flott að sjá kraftinn og áhugan.
helstu tölur eru þær að:
1. bæting á þolprófi um 170m
2. gríðarleg bæting í styrktaræf 8 hnébeygur, 4 armbeygjur og 5 dýfum meira en síðast
3. BMI hefur lækkað um 0.7
4 heildar fita hefur lækkað um 1.4 kg
5. fituprósenta niður um 1.4%


frábært
bestu kveðjur
Svanur

Hilmar Kjartansson said...

hæ hó
hvað er títt....svolitið langt síðan við heyrðum síðast í þér. hvernig ganga æfingarnar...reyni að hringja í þig um helgina og kíki reglulega á bloggið hjá þér.
bæjó, Hilmar

Svava Kristinsdóttir said...

ég sakna þess að sjá ekki blogg hjá þér ...það er mikilvægt að vera ákveðinn við sjálfan sig og halda áfram eins og ég veit að þú ert að gera ...hlakka til að hitta ykkur eftir 2 vikur og hlaupa með þér 10km
Vertu dugleg að æfa nú er stutt í miðnæturhlaupið okkar
kv

Hilmar Kjartansson said...

hæ ósk
Nú eru 3 vikur frá síðasta bloggi....hvernig gengur. Ertu að verða til í slaginn fyrir miðnæturhlaupið með Svövu í næstu viku?
kv. Hilmar

Hilmar Kjartansson said...

stefnir í nýtt met...mánuður næstum frá síðasta bloggi.
kveðjur úr vetrinum.
hilmar

Unknown said...

Hæ hæ, María hér.

Ég hef nú ekkert heyrt af ykkur svo lengi, rakst svo á link til ykkar frá Svövu og Hilmari...

Allavega, til hamingju með hjónabandi ð og barnið sem er á leiðinni ;)

Kv. María

(maryskary.bloggar.is)