
Hjá Böggu ömmu, þessi er fyrir þig Fjóla:)

Í fanginu á Unni frænku:)

Gott að knúsa mömmu svona nývöknuð...
Það er allt gott að frétta af okkur. Við erum bara út um allt þessa dagana með Ísak Andra með okkur. Rosalega gaman að taka hann með því þá er maður svo frjáls. Maður nennir takmarkað að hanga heima hjá sér. Við fórum í fermingu á sunnudag hjá Jóni Steinari frænda mínum. Ísak Andri svaf bara næstum allan tímann, vaknaði einu sinni til að drekka og búið. Fólkið var nottla að dást að barninu og sparaði ekki stóru orðin um hvað hann er skýr og fallegur.
Hann er að fara í vagninn á hverjum degi þar sem veðrið er bara gott og um að gera að nýta það:) Hanne sefur svo vel í vagninum og finnst þetta fríska loft greinilega ekki slæmt. Við vorum að koma núna úr kirkjunni þar sem við fórum á foreldramorgun. Hann svaf í vagninum á meðan ég var inni að tala við hinar mömmurnar. Það var rosa fínt og gott að komast út á morgnana þar sem við erum oftast bara inni vakandi þá. Þetta er alltaf á þriðjudögum og held ég bara að ég kíki áfram á þetta. Maður hefur bara gott af öllu svona.
Annars er maður alltaf að gera eitthvað í fyrsta skipti með hann og það er æðislegt. Hann fór til dæmis í fyrsta skipti í bað með pabba sínum í gær og fannst það rosalega gott. Svo er verið að fara að passa hann í fyrsta skipti í alvöru tíma á fimmtudag þar sem við Raggi ætlum bæði að mæta í 25 ára afmæli Rósu Kristínar:) Það verður gaman!
Raggi er að vinna núna smá auka út af öllum fermingunum og verður eitthvað að vinna um páskana þegar hann átti að vera í fríi. Við erum samt að spjara okkur vel án hans þó að auvitað er alltaf betra að hafa hann heim hjá okkur. Ég er orðin rosa skipulögð og maður ræðst í húsverk í hvert skipti sem tækifæri gefst til. Dagurinn er orðinn frekar rútinaður hjá mér. Fyndið hvað allt breytist við komu ungabarns á heimilið. Mér finnst ég stundum vera með 2 börn þar sem auðvitað þarf að sinna Neo líka og hann greyið þarf alltaf að bíða eftir að ég er búin að sinna Ísak Andra. En Neo er samt góður og virðist ekkert vera abbó. Hann fær sína athygli líka...
Já þar hafiði það. Bara stuð á litlu fjölskyldunni og við erum svo hamingjusöm með litla engilinn okkar, og hvort annað auðvitað líka!!