Já við Raggi erum búin að vera gift í eitt ár. Ekkert smá fljótt að líða... Held við þurfum bara að fara að yngja upp eða eitthvað:) hehe. Já við erum voða fullorðinn eitthvað núna. Gift með barn. Samt er maður eins. Þetta ár hjá okkur er auðvitað búið að vera viðburðaríkt og búið að einkennast af óléttu og að sjá um ungabarn. Þetta er bara búið að vera æði:) Ég hefði ekki getað trúað hversu mikla hamingju barnið manns getur veitt manni. Að vera foreldri er best í heimi. Skil ekki af hverju maður var eitthvað að bíða með þetta. Annars hef ég alltaf sagt að börnin koma bara þegar þau koma.
Ísak Andri fór í pössun til Heiðu ömmu á laugardag og við Raggi fórum á pottinn og pönnuna að borða og svo á batman myndina í bíó. Svo ætlaði Raggi að bjóða mér óvænt á hótel og Ísak Andri átti að gista í fyrsta skipti annars staðar en heima hjá sér. Það gekk ekki alveg upp. Minn maður vildi bara ekkert sofa nema heima hjá sér og við þurftum að ná í hann á miðnætti þar sem hann var enn vakandi og frekar pirraður:/ hann var rosa ánægður að sjá okkur og sofnaði um leið og hann var lagður í SITT rúm. Frekar ákveðinn ungur maður er óhætt að segja, farin að stjórna því hvort að foreldrarnir komast á hótel eða ekki. Okkur var samt eiginlega sama þar sem maður gerir sér grein fyrir því að börnin ganga fyrir þegar eitthvað svona er. Ekki lætur maður þau gráta og bæta við gráum hárum á afa og ömmu. Hann er bara yndislegur. Ákveðinn og veit hvað hann vill. Við eigum spennandi tíma framundan það er á hreinu.
Ákvað að setja inn eina af þeim Rúnari Óla og Ísak Andra, þeir eru svo sætir:)
