Thursday, May 29, 2008

smá fréttir

HÆHÆ.
það er eitthvað verið að skamma mig fyrir að vera ekki nógu dugleg að setja inn færslur!
Ég hef bara mikið að gera en hendi inn einni stuttri núna. Ég er farin að vinna sem vaktstjóri á videoleigunni í Grindavík. Ég sé um hana að vissu leyti og er að vinna cirka 50% sjálf. Það er bara fínt en ég finn hvað er miklu meira að vera að vinna með svona lítið barn. Þetta er samt fínt. Raggi er alltaf með hann þegar ég er að vinna þannig að það er ekki eins og maður sé að henda honum í pössun... Raggi fer svo að vinna á mánudag á fullu í lóninu. Hann er reyndar að kokka í hitaveitunni og færist yfir í lónið við tækifæri. Alltaf verið að breyta þarna.
Já ég set inn eftir helgi skemmtilegri færslu með mynd af gullinu okkar:)

5 comments:

Anonymous said...

Jæja þá, allt of langt síðan ég heyrði í þér Ósk mín. Núna er skólinn loksins búinn og við mæðgur getum farið að kíkja á ykkur. Ég heyri kannski í þér í næstu viku til að vita hvenær þið eruð laus. Fariði vel með ykkur. Knús á línuna :)
Kv. Kristín Birna og co

Anonymous said...

jejejejej....komin tími til að þið komið með fréttir af gullmolanum,ég kiki á hverjum degi þegar ég er að vinna... hlakka til að sja þig um helgina ég hef ekkert séð þig í nokkra daga,love you big tilme Unnsa frænka NO.1

Anonymous said...

Hæ sæti!

Sjáumst vonandi eitthvað á röltinu um helgina kveðja Rósa og dömurnar

Anonymous said...

Hæhæ Sæti.....
ætlar mamma þín ekkert að koma með myndir???? hmm.. koma svo..kv.Unnur Perla

Anonymous said...

Gaman að sjá hvað hann stækkar og dafnar, kær kveðja. Ella Dís ;)