Sunday, May 18, 2008

Jæja maður er nú ekki alveg eins duglegur að blogga og fyrst, en samt sem áður man ég alltaf eftir þessu annað reglulega;)
Ísak Andri dafnar vel og líður mun betur en áður. Greinilegt að þetta magavesen er að þroskast af honum. Hann er samt ennþá með bakflæði en það tekur lengri tíma að jafna sig. Hann fór í fyrstu sprautun sína í síðustu viku og gekk það bara vel. Hann var ekkert að væla þessi sterki strákur og varð ekki veikur, bara pínu pirraður um kvöldið og nóttina. Hann er líka rosa sterkur og þegar maður leggur hann á magann þá bara veltir hann sér endurtekið á bakið. Nennir ekkert að hanga á maganum. Stundum finnst mér eins og hann nenni ekki að vera ungabarn. Getur örugglega ekki beðið eftir að fara almennilega af stað:) Hann er orðinn 5,5 kg. og 59,5 sm. Helena frænka hans sem er 2,5 mánuðum eldri er ekki nema hálfu kg þyngri og 2 sm. Það er ótrúlegt hvað það er orðinn lítill munur á þeim. Mér fannst hún risastór þegar hann fæddist. Mér finnst hann líka orðinn rosa stór þegar ég sé þessi lítlu nýfæddu kríli sem eru að hrannast upp í Grindavík núna:)
Við Raggi fórum á Jet black Joe tónleikana á föstudag og fór Ísak Andri í fyrstu pössun til Heiðu ömmu. Það gekk bara vel. Hann vakti svolítið, var ekki heima hjá sér en var samt góður:) Tónleikarnir voru algjör snilld, ekkert smá gaman!! Það er svo nauðsynlegt að fara líka bara tvö og vera að kærustuparast... Allir foreldrar hafa gott af því. Við vorum alveg að kyssa hann í klessu áður en við fórum og svo bað ég Ragga að hringja í hléi til að athuga hvernig gengi og hann bara hló að mér. Ekkert smá stressaðir foreldrar. Maður veit alveg að þessi kríli hafa það gott í pössun en það er bara svo rosalega skrýtið að skilja þau eftir hjá öðrum. En þetta er eins og ég sagði áðan nauðsynlegt fyrir alla aðila. Samt langar okkur bara alltaf að hafa hann hjá okkur:) Magnað þetta foreldrahlutverk.

Litli mann á maganum

Ég nenni ekkert að hanga hér og æfa einhverja vöðva

Hvað ertu að láta mig gera mamma, mjög pirraður!
Þetta barn en nottla bara fallegast í heimi!!!

Þar til næst:)

4 comments:

Anonymous said...

þú ert svo duglegur strákur,elsku gullið mitt,þú ert sko sætastur,ótrúlega gaman að hafa þig hjá okkur ömmu um daginn,love you kv Unnur Frænka

Anonymous said...

já hehe allveg ótrulegt þetta foreldra hlutverk en já það er sko allveg nauðsynlegt líka að komast aðeins bara 2 í burtu! Svo muniði þið eruð alltaf velkomin í heimsókn með littla kút! kv Liðið í Fornavör 9

Anonymous said...

Langflottastur í veltinu ;)
Gott að það gekk vel að passa gutta svo þið hjónin gátuð aðeins komist tvö ein, bara nauðsynlegt. Við hjónin skemmtum okkur konunglega í barnlausu ferðinni til Barcelona en eins og þú sagðir, alltaf jafn gott að koma heim og knúsa ungana sína.
Hittumst vonandi sem fyrst, allavega í útskrift þann 14. júní ;)

Hafið það gott elskurnar

kv. Eyjabakka-gengið
www.danieldagurogsvanhviteva.barnaland.is

Anonymous said...

Bara að kvitta fyrir komuna..
Kannski maður sjai ykkur á röltinu um helgina :)

Kv. Anna Lilja og Jóhann :)