Tuesday, May 6, 2008

Takk takk fyrir afmæliskveðjurnar og gjafirnar. Það mætti halda að ég hafi átt þvílíkt stórafmæli.
Ég fékk pening í afmælisgjafir frá fjölskyldunni og nokkrum vinum líka ásamt fallegum gjöfum... Fyrir peninginn sem ég fékk er ég búin að kaupa mér flotta myndavél. Það er Canon E-350 týpa sem ég fékk notaða ásamt aukalinsu, minniskorti og tösku á góðan díl. Hún er eins og ný hún er svo vel með farin. Núna get ég farið að fikta við þetta en mig hefur langað það lengi en þetta er bara svo dýrt hobbý. Sniðugt að byrja svona í notuðu. Svo þarf ég bara að læra á þetta allt saman. Bara gaman.
Raggi er búinn að vera heima núna síðan á föstudag og er það bara næs. Hann vann auka í seinustu viku og er því í fríi í staðinn í þessarri viku:) Það er ýkt næs að hafa hann heima.
Ísak Andri er farin að verða enn betri finnst okkur og í gær vorum við nú bara að velta fyrir okkur hvar barnið okkar væri. Hann svaf svo vel og var ekkert að kvarta þessi elska. Vonandi fer honum að líða betur. Ömulegt svona magavesen...

Feðgar fóru saman í sturtu í dag og það var auðvitað myndað á flottu vélina!!

4 comments:

Anonymous said...

Já vonandi að honum fari að líða betur í maganum sínum :)

OG gaman að geta keypt sér eitthvað svona sem maður hefur áhuga á.. hef enn ekki fundið út hvað mig langar fyrir peningin sem ég fékk.. :S nokkrir mánuðir síðan hehe...

En já gott að allt lítur betur út hjá stráknum.. maður reynir kannski að rekast á þig svo í sumar í grindavíkinni hehe..

Kv. Anna Lilja

Hilmar Kjartansson said...

hae hae
mikid er hann ad verda mannalegur....altso Isak Andri

Anonymous said...

hæhæ......fallegastur....

miss you love unnur perla

Anonymous said...

Hæ sæti!

Takk fyrir komuna í dag, svo gaman að fá ykkur en vest hvað ég gat lítið gefið mig að ykkur en vonandi verð ég ekki busy næst hafið það gott yfir helgina kveðja Rósa Kristín