Saturday, April 19, 2008

Stór strákur

Já það er nóg að gera hjá okkur og maður er bara alltaf á fullu að gera eitthvað:)
Við fórum með Ísak Andra til læknis í gær þar sem hann er búinn að vera frekar óvær og með í maganum. Hann er með bakflæði og við eigum bara að halda áfram að gefa honum gaviscon og minifom. Ekki gaman að vera alltaf að troða einhverju í hann en þetta hjálpar greinilega og honum líður betur þannig að auðvitað höldum við þessu áfram. Þetta á svo að þroskast af honum og kemur það bara í ljós hvenær það verður.
Við tókum rúmið hans inn til okkar áðan og svaf hann í því áðan. Fer held ég bara betur um hann þarna en í litlu vöggunni. Hann er allavegana sáttur. Hann er farin að taka lengri lúra á nóttinni okkur til mikillar ánægju þar sem við hvílumst þar af leiðandi betur og meira:) Alltaf er eitthvað þroskamerki í gangi hjá honum og hann hjalar og hjalar við okkur og brosir út að eyrum. Hann er að þyngjast vel núna og er alltaf að fá ábót þó mismikla. Ég vona að ég geti gefið honum móðurmjólkina sem lengst því hún er nottla næringarríkust!
Raggi er búinn að vera í helgarfríi núna sem var kærkomið og þvílíkt næs að hafa hann heima:)
Svo var ég að fatta að það eru ekki nema tvær vikur í að ég verði 25 ára. Farin að verða nær 30 en 20!

Hér eru myndir af feðgunum, Ísak Andra í prjónafötunum frá Þorgerði og sofandi í fyrsta skipti í rúminu sínu.


7 comments:

Anonymous said...

ohhh,ertu að gríanst barn,þú ert orðin algjör risi,rosalega flottar myndir af ykkur feðgunum,og já ósk,þú átt bara að hlakka til að verða Gömul kona.hehe ég geri það (not)hehe love unnur..kikið endilega á síðuna mina

Anonymous said...

H� s�ti!
gaman a� sj� hva �� dafnar vel og a� heyra a� allt gangi vel hj� ykkur, alltaf svo gaman �egar svona miki� er um a� vera hj� manni en hafi� �a� gott og gangi ykkur �fram vel. Vi� h�ldum �fram a� fylgjast me� ykkur �r fjarl�g� kve�ja R�sa Krist�n

Anonymous said...

hæhæ sæta fjölskylda! Vá hvað maður er orðin eithvað stór og SÆTUR! hiih verðum að fara kíkja í heimsókn! Erum allveg á leiðinni Aldrei að vita nema það verði núna eithvaert kvöldið í vikunni! Allavegana hafið það gott kv Sara, kobbi og Hildur Harpa

Anonymous said...

Hæ Hæ 'Osk!
takk fyrir kvöldið í gær þetta var rosa gaman og kynningin var mjög flott hjá þér þú átt nú alveg eftir að plumma þig flott í þessu en takk takk fyrir skemmtilegt kvöld og sjáumst vonandi fljótlega aftur

Anonymous said...

Hello. This post is likeable, and your blog is very interesting, congratulations :-). I will add in my blogroll =). If possible gives a last there on my blog, it is about the Câmera Digital, I hope you enjoy. The address is http://camera-fotografica-digital.blogspot.com. A hug.

Anonymous said...

Hæ sæti gleðilegt sumar og hafðu það gott í dag kveðja Emilía 'Osk og Júlía Björk

Anonymous said...

hæ sæta fjölskylda
gleðilegt sumar :) förum svo að kíkja í heimsókn strax og öllum heilsast vel á þessum bæ !!
kv. Sigurbjörg og co