Tuesday, April 1, 2008

Músímúsí




Já þetta barn er bara yndislegt:)
Hann er svo góður og fallegur að maður skilur það varla...
Hann er farin að brosa svolítið til okkar og hjala. Það er svo gaman þegar hann tekur sig til og talar við okkur. Svo er hann svo mikið krútt þegar hann vill sjúga á sér hendina:) Ef maður fær ekki snuðið þá bara reddar maður sér, bara sætt. Svo finnst honum líka gaman að vera í poka framan á mömmu sinni og rölta um. Það er margt að gerast þó hann sé lítill því manni finnst allt svona lítið vera skemmtilegt og merkilegt. Vonandi nennir einhver að lesa svona pistla en það er ekki hægt annað en að vera smá væminn og svona þegar maður er að upplifa sásamlega hluti.
Þar til næst... mamman

6 comments:

Anonymous said...

oh hann er algjör krúsilíus!!! það er alltof langt síðan ég sá hann síðast, við verðum að kíkja fljótlega eða þið á okkur!!
kv. guðmóðirin;)

Anonymous said...

hæ sæti þú ert algjör dúlla og allt í lagi að mamma sé smá væmin :)
kv.Sigurbjörg og co

Anonymous said...

Hæ sæti minn! ohh mamma þín að drepa mig með væmninni;) nei smá grín hér þú ert svo mikið krútt að það er alveg í lagi að vera mega væmin en ég hlakka til að sjá ykkur á laugardaginn kiss og knús þangað til

Anonymous said...

Hæhæ bara að kvitta, er reglulegur gestur hér inni.. þó að ég kvitti ekki alltaf :) alltaf gaman að sjá myndirnar af prinsinum og fjölskyldu..
Hafið það gott :)
KV. Anna Lilja og bumbuprinsinn.. :)

Anonymous said...

Hæ hæ. Gaman að sjá myndir af þér Ísak Andri :) Já Ósk, þessi börn stækka allt of fljótt hehe. Sniðugur þessi poki, þá er maður með báður hendur frjálsar.
Bið bara annars að heilsa
Elva og litli kútur

Anonymous said...

Hæ litli snúður! takk fyrir komuna í dag og kærar þakkir fyrir stelpurnar þær voru voða hrifnar af þessu pússluðu um allt gólf hér í kvöld voða gaman;) en sjáumst vonandi fljótlega takk fyrir okkur