Monday, April 7, 2008

Jæja kominn tími á smá færslu...
Það er fínt að frétta af okkur. Ísak Andri er yndislegt barn. Hann er orðinn 8 vikna. Tíminn flýgur! Við erum farin að þurfa að gefa honum smá ábót þar sem mamman var ekki alveg að sinna eftirspurn barnsins. Við viljum auðvitað að hann þyngist vel og þá gerir maður það sem þarf. Svo getur vel verið að við getum hætt ábótinni ef vel gengur að auka framleiðsluna hjá mér. Vonum það bara. Við viljum allavegana helst gefa honum bara mjólkina úr mér. En maður gerir bara eins vel og maður getur því það er ekki hægt meira en það. Hann var hjá barnalækninum í seinustu viku og fékk toppeinkunn fyrir utan hvað hann var að þyngjast hægt. Hann er farin að halda haus og er ótrúlega sterkur. Verður sterkur eins og pabbi sinn:)
Set inn tvær myndir af fallega barninu ásamt umsögn um stjörnumerkið hans...

Þessi er fyrir Guðrúnu Helgu!

Að halda haus


Vatnsberi 20. janúar - 18. febrúar

Vatnsberabarnið fer fljótt sínar eigin leiðir hvort sem það er í fataburði, hugsun eða hegðun. Það er uppfinningasamt, frumlegt og fullorðinslegt og lærir snemma að tjá sig og skila heim fullorðinna. Litli vatnsberinn vill sjá um sig sjálfur og fara sínu fram og er oft á tíðum mjög dramatískur. Ef honum leiðist gæti hann átt það til að stofna til vandræða bara til að fá spennu og drama inn í líf sitt. Besta uppeldisaðferðin er fólgin í umræðu og skynsamlegum fortölum. Vatnsberinn er þrjóskur og lítið þýðir að skipa honum fyrir eða beygja hann til hlýðni með skömmum. Best er að koma fram við barnið sem vitsmunalegan jafningja því vatnsberinn er hugarorkumerki og því skipa umræður og skynsamlegar fortölur fyrsta sæti. Vatnsberabörnin geta sýnt ást og væntumþykju á frekar ópersónulegan hátt. Þau eru yfirleitt vingjarnleg og yfirveguð en ekki mjög tilfinningasöm og oft illa við mikið kjass.

6 comments:

Anonymous said...

ohhh,,,þú ert svo mikil mús.ég sakna þin ótrúelga mikið,ég ætla sko að koma á morgun um leið og ég vakna,ég er loksins orðinn hress á kvefinu....elsku Ísak minn ég elska þig ógislega mikið.....kveðja unnur perla

Anonymous said...

Hæhæ
Takk fyrir kvittið.
Hann dafnar vel hjá ykkur drengurinn. algjör dúlla! :p

Já við verðum endilega að hittast, helst áður en börnin verða unglingar, tíminn flýgur alveg ;) Líka svona á meðan skvísurnar eru í barneignafríi!

kveðja frá okkur
Guðrún, Tjörvi og Vaka Sif

Anonymous said...

hæ sæti, gaman að fá að hitta þig í dag. Þú ert algjör dúlla og já það er ekki slæmt þegar mamma þín segir að þú eigir eftir að verða stór og sterkur eins og hann pabbi þinn. En já svo fattaði ég eitt, hann er í sama stjörnumerki og ég..... :)
en jæja sjáumst svo vonandi aftur mjög fljólega kv. Sigurjörg og co

Anonymous said...

Þú ert svo flottur strákur og geggjaður í gallanum:)þú ert orðinn svo stór og dafnar vel, enda í góðum höndum. Hlakka til að sjá þig seinna og mömmu þína á fimmtudaginn.
bæjó
p.s. þú verður bókað sterkari en pabbi þinn:)

Anonymous said...

Já þetta er Guðrún Helga, skemmtilegra að það komi fram:)

Anonymous said...

Hæhæ bara að kvitta fyrir innlitið :)

kv. Anna Lilja