Friday, April 11, 2008

Hallóhalló

Komiði sæl.
Af okkur er bara ágætt að frétta...
Það virðist sem að hann Ísak Andri okkar sé með bakflæði og því sé hann búinn að vera pínu önugur og með í maganum að okkur sýndist. Það er allavegana að virka rosa vel að gefa honum smá gaviscon eftir gjafir þar sem hann var að æla töluvert. Það minnkaði svakalega og hann bara lognast út af en er ekki pirraður eins og hann var búinn að vera. Sólveig ljósa veit hvað hún syngur greinilega. Hann þyngist flott núna og er farin að vilja minni ábót þannig að greinilegt er að hann er að fá meira hjá mér:) Bara flott.
Annars er það af okkur Ragga að frétta að hann er bara að vinna þessa dagana smá auka sem er fínt í budduna en leiðinlegt að hann sé alltaf að fara frá okkur á nóttinni. Við spjörum okkur svo sem en það er alltaf betra að hafa hann heima! Þeir voru tveir heima feðgar í gær þar sem ég þurfti í skólann og svo fórum við Guðrún Helga í smáralind að dandalast. Ekkert smá gaman hjá okkur fannst mér að minnsta kosti.
Svo er það mál málanna að ég er að fara í smá aukadjobb við sölumennsku. Ég er að fara að kynna Avon snyrtivörur og er ekkert smá spennt fyrir því. Eins og þið vitið þá finnst mér ekki leiðinlegt að tala og ég er félagsvera þannig að þetta er tilvalið fyrir mig til að gera eitthvað skemmtilegt og breyta til í hversdagsleikanum.
Þannig að undirbúið ykkur undir að þurfa að vera á kynningu hjá mér því ég vil auðvitað plata sem flesta til að bjóða fólki til sín í kynningu:) Ætla nú samt ekkert að vera mega uppáþrengjandi. Var að velta fyrir mér að æfa mig á saumaklúbbnum mínum næst og stelpur endilega kommentið og látið mig vita hvernig ykkur lýst á það!! Svo er fínt að æfa sig á fjölskyldunni líka:)
Ragga og Guðrúnu Helgu halda að ég eigi eftir að standa mig með prýði í þessu og það er gott að vita að fólk hefur trú á manni, maður er ekki nógu góður í því sjálfur...

Sætu mæðginin, mamma þolir illa flass!

Sæti sæti strákurinn:)

Fyrir Fjólu frænku...

3 comments:

Anonymous said...

Hæ sæti! flottar myndirnar af þér eins og alltaf, þú ert algjör moli:) ætlaði að kíkja á ykkur í dag en þið voruð ekki heima búhú:( en sjáumst vonandi fljótlega þangað til knús og kossar:)

Anonymous said...

Hæ . Gaman að skoða myndir og lika hvað þú ert dugleg að skrifa . En þessi mynd af okkur frænda er nú ekki
til að hrópa húrra fyrir,en svona er maður . Takk fyrir .Fjóla frænka.

Anonymous said...

Hæ hæ sæti.. Þú ert bara flottur :) Sjáumst vonandi fljótlega.. Kannski á mömmumorgnum næst( Við skrópuðum í morgun) við vorum svo þreyttar..Hehe
Og mér líst bara vel á þessar kynningar.. Flottar og ódýrar vörur..
Kveðja Hildur og Ólöf María