
Það sem allir vita er að:
Ísland er stórasta land í heimi og við fengum silfur í handbolta á ólympíuleikunum:)
Það sem færri vita er að:
Ísak Andri er komin með fyrstu tönnina sína:) bara gaman. Pabbi hans fann hana og skuldar þar af leiðandi Ísak Andra gjöf. Við vorum búin að bíða lengi eftir þessari tönn, héldum alltaf að þetta væri að koma og vorum svo eiginlega hætt að pæla í þessu því hún var ekkert að láta sjá sig.
Svo er líka í fréttum að Ég er að fara að eignast lítið frændsystkini í byrjun mars á næsta ári. Eggi elsti bróðir minn á von á sínu fyrsta barni og samgleðst ég honum og Önnu innilega. Alveg hreint æðislegt. Mamma er semsagt að fara að fá níunda barnabarnið á níu árum! Loksins þegar börnin hennar fóru að fjölga sér hætta þau ekki:)
Inga hans Valda ætlar að vera með Ísak Andra fyrir okkur þar til Raggi fer í fæðingarorlof um miðjan nóv. Hann fer því ekki til dagmömmu fyrr en eftir áramót. Stór hnútur hvarf úr maganum á mér sem kemur aftur seinna örugglega:) Ég verð líka aðeins með Helenu fyrir hana því hún er að byrja að vinna smá en hún passar nú meira fyrir mig þessi elska. Mér finnst miklu betra að vita af honum hjá ættingjum og hann og helena eru svo góð saman og á svipuðum aldri. Hann er líka svo hrifinn af Ingu!
Raggi verður svo heima í mánuð og ég get lært fyrir prófin mín og svo fer ég ekki í skólann eftir jólafrí fyrr en um miðjan janúar. Bara flott plan. Ég er rosalega ánægð:)
Ég er að byrja í ræktinni á mánudag í átakshóp og hlakka rosalega til. Tími kominn á að bæta lífstílinn. Er bara búin að þyngjast síðan Ísak Andri hætti á brjósti. Við Raggi ætlum að taka okkur á og vera aðeins meira healthy. Maður þarf víst að vera góð fyrirmynd fyrir börnin sín:)
Það var æðislegt að vera í bústaðnum. Mamma kíkti til okkar eina nótt og svo komu Valdi og Inga tvær nætur. Það var mjög gaman að fá þau öll og það var mikið spilað og borðað... Við litla fjölskyldan höfðum það næs og reyndum að hlaða batteríin og njóta þess að vera saman.