Tuesday, June 10, 2008

Sofandi á leikteppinu:)

Já hann er ekkert smá mikil dúlla þetta barn. Hann ákvað einn daginn eins og svo oft áður að byrja daginn kl. 6, mömmu sinnar til mikillar mæðu þar sem henni finnst gott að sofa. Og ég ætlaði að reyna að treina það að setja hann í vagninn svo rútínan færi ekki í algjört rugl og hann myndi nú kannski sofa til 7 næsta morgun. Ég var að brjóta saman þvott og ákvað að leggja hann á leikteppið, ganga frá þvottinum og setja hann svo í vagninn. Hann var vakandi þegar ég labbaði í burtu en þegar ég kom til baka sá ég son minn svona sætan steinsofandi. Hann bara lognaðist út af án þess að væla neitt. Algjör dúlla.
Við vorum að koma úr ungbarnasundi og það var æði. Set inn mynd af því næst:) Hann er farinn að hlægja meira og í dag datt mér í hug að gera eitthvað fáránlegt hljóð og hann hló aftur og aftur að þessu. Ég náði því á video og svo þegar ég var að horfa á videoið þá skellti hann upp úr í hvert skipti sem hann heyrði hljóðið í upptökunni. Ég held að ég hafi hlegið jafn mikið mér fannst þetta svo gaman!!
Og gott fólk, hann er með augun mín, bara svo ég fái nú að eiga eitthvað. Annars er hann bara líkur pabba sínum. Það er svosem ekkert verra, mér finnst pabbi hans helv... sætur. Annað væri nú verra, hehe.
Skrifa fljótlega og set inn fleiri myndir. En það er samt ástæða fyrir bloggi en ekki barnalandi. Ég nenni ekki að eyða of miklum tíma í þetta. Þið verðið líka að hitta okkur oft til að sjá litla prinsinn almennilega:) Takk fyrir kommentin, love you guys:)
Posted by Picasa

1 comment:

Unnur said...

OOOOOOOOhhhhhhh

þú ert endalaust fallegur litla gull...hlakka til að passa þig á morgun...love unnsa frænka