Tuesday, June 17, 2008





Það er nú ekki mikið að frétta af okkur. Við erum bara að hafa það gott:) Langaði bara að setja inn myndir af krúttinu okkar. Hann dafnar og dafnar. Hann er að þroskast svo mikið og maður sér mun á honum dag frá degi næstum því. Hann er farinn að hafa svo mikið vald á höndunum og rannsakar allt með þeim og stingur upp í sig... Svo er held ég ekki langt í það að hann velti sér á magann. Hann fer á hliðina en stoppar þar. Þvílíkur kraftur alltaf í honum. Bara nennir ekki að vera lítill:) Annars er hann farinn að taka upp á því að vakna hálf 6 á morgnana!!! ætlum að reyna að breyta þeirri þróun strax. Barnið má nú alveg sofa til 7 takk.
Ungbarnasundið er æði. Mæli sko hiklaust með því!! Hann fór í kaf í seinasta tíma og það var bara ekkert mál. Hann fór ekkert að gráta eða neitt. Ótrúlegt hvað maður er stoltur af öllu sem hann gerir og finnst hann bara flottastur í heimi. Merkilegt að vera foreldri. Áður fyrr hefði mér nú bara fundist þreytandi að hlusta á fólk eins mig, hehe.
Jæja hef þetta ekki lengra núna. Við Neo ætlum út að skokka í fallega veðrinu!

4 comments:

Unnur said...

hæ fallegastur

þú ert svakalega duglegur!!
farinn að brosa bara eftir pöntun handa mér og svona..sjáumst fljótlega love unnur frænka

Anonymous said...

ÚÚÚ sæti sæti!
flottar myndir af þér þú ert algjör krúttímús!!
vonandi sjáumst við bráðum kveðja Rósa og co

Anonymous said...

Hæ og góðan dag héðan frá Akureyri.En hvað prinsinn er orðin stór og mannalegur ,(er líka í minni ætt) :):) Vonandi hafið þið það gott sjáumst í sumar ,kv Fjóla frænka.

Anonymous said...

hæhæ sætia fjölskylda!
Oh hvað maður er orðinn stór og myndarlegur! Verðum að fara að hittast! Ég reyndi nú um daginn en þá voru þið mæðgin bara í mat hjá ömmu! HihI gengur betur næst! Kv sara,kobbi go Hildur Harpa