


Ísak Andri er ekkert smá flottur í sundinu. Hann er rosalega duglegur og finnst þetta æði. Okkur finnst þetta nú heldur ekkert leiðinlegt og það má sjá á myndunum að við erum alltaf skælbrosandi af gleði:) Hann er farin að kafa á fullu!
Hann er farin að sofa aðeins lengur á morgnana eða til 7 sem er fínt. Það er svo gaman þegar hann vaknar því hann er alltaf svo kátur, bara hjalar og brosir út í eitt. Einhvern tímann sagði ég að það væri ókristilegt að fara á fætur fyrir 8 á morgnana og ég virkilega meinti það. Svo núna er ég mjög sátt ef hann vaknar ekki fyrr en 7. Skrýtið hvað hlutirnir breytast þegar maður eignast barn. Ég var ekki vön að vera að ryksuga og þvo þvott fyrir hádegi, en svo finnst manni þetta svo eðlilegt og í raun skrýtið að hugsa til þess þegar við vorum 2. Það eru nú samt ekki nema 4,5 mánuðir síðan það var. Og ég man þegar Raggi sagði um jólin ,,svo verður eitt lítið 10 mánaða kríli við borðið á næsta ári" og mér fannst ekkert smá skrýtið að hugsa til þess... Ætli hann verði ekki farin að labba þá miðað við hvað hann nennir ekki að vera lítill. Kiddý var einmitt að benda okkur á að það væri nú ekki sniðugt þegar þau fara svona ung af stað því þau eru svo miklir óvitar. Maður hefur heyrt af börnum sem eru bara mjög pirruð á hlutunum þar til þau geta farið að hreyfa sig úr stað, hehe. En svo veit maður ekkert. Það getur verið að hann bíði fram yfir áramót. Þau mega alveg vera lítil í smá tíma. Mér finnst tíminn fljúga áfram...
Já og af mér og Ragga er það að hann er bara mjög ánægður að kokka í hitaveitunni og fólkið held ég bara ánægt með matinn, annað væri skrýtið. Og ég fór í próf uppi í Háskóla 20. júní og gekk rosa vel. ég fæ líklega útkomuna öðru hvoru megin við helgina.
knús og kossar...