Tuesday, November 3, 2009

Október...pínu sein í því:)

Það er löngu kominn tími á október bloggið...
Mikið búið að gerast því það er alltaf nóg að gera á þessum bæ.
En byrjum á byrjuninni. Sem var bara geggjuð ferð með henni Kiddý þar sem drukkið var nóg af hvítvíni og bjór og verslað allar jólagjafir, slatta af afmælisgjöfum og nokkrar sængurgjafir líka:) Ferðin var snilld í alla staði!
Svo fórum við helgina eftir það á Sannleikann með Pétri Jóhanni og nýttum okkur þar gjafabréf sem var nærri gleymt, enda eins og hálfs árs gamalt:/. Fórum með Guðrúnu Helgu og Yngva og það var rosa gaman.
Nú ekkert lát er á skemmtanagleðinni hjá okkur. Elva og Elvar buðu okkur með sér og Rúnari Óla vin Ísaks Andra með í sumarbústað og það var æði. Strákarnir farnir að hafa mikið vit á að leika sér og svo gátum við foreldrarnir bara spilað og kjaftað þegar þeir fóru að sofa.
Svo held ég að ein helgi hafi verið á milli þar sem við vorum í rólegheitum...
Svo seinustu helgi var frændsystkinapartý hjá fjölskyldunni hans Ragga. Það var mjög gaman... Við fórum nú snemma heim samt þar sem Ísak Andri vaknar alltaf svo snemma að það þýðir ekkert annað en að hvíla sig til að hafa orku til að leika sér næsta dag:) Næsti dagur var einmitt afmælið hans Ragga 1. nóv. Þá varð kallinn 31 árs gamall:) Það var nú ekkert afmælisboð en við eyddum deginum með mömmu og Angelu því þær gistu hjá okkur eftir að hafa passað kvöldið áður og Heiðu, Magga, Karel og Unni sem komu í heimsókn til afmælisbarnins:) Svo komu Guðrún Helga, Yngvi og Jóhann Gréta í kjötsúpu um kvöldið.
Svo fór ég í saumaklúbb í október að hitta Grindavíkurstelpurnar mína og er einmitt að fara að hitta þær aftur núna á miðvikudaginn. Svo styttist í jólasaumaklúbbinn sem ég hlakka mikið til. Hann heppnast alltaf snilldarvel, enda snilldarfólk að hittast:)
Fyrir utan allar þessar skemmtanir er daglega rútínan alltaf söm við sig. Raggi fer í vinnuna og Ísak Andri til dagmömmunar, hann byrjar svo á leikskóla í desember:) Ég fer í skólann og er alltaf að læra meira og meira af deginum þar sem það styttist óðum í próf! Núna er ég í skólanum fram á kvöld 2 daga í viku og sé fram á að þurfa að læra á sunnudögum líka um helgar, hef hingað til reynt að eiga þá frí. Það er bara harkan ef ég ætla að fara í gegnum klásusinn og það er ekkert annað í boði:) Raggi er suma dagana einstæður faður og þeir feðgar hafa það rosa gott saman, enda Ísak Andri mikill pabbastrákur.
Svo er ég byrjuð að hlaupa úti þar sem ég er ákveðin í því að fara 10 km í jónsmessuhlaupinu á næsta ári og svo hálfmaraþon á menningarnótt:) Hlakka mikið til að ná þeim árangri, en á langt í land ennþá.
Svo segi ég bara við þá sem lesa bloggið að þó að ég sé upptekin þá er alveg hægt að hitta mig í kaffi eða eitthvað, maður þarf að taka sér pásu líka. Endilega kvitta líka því það er svo gaman:)
p. s. það er eitthvað vesen með myndirnar... hendi inn nokkrum um leið og ég get:)

5 comments:

Anonymous said...

Kvitt kvitt, bíð spennt eftir myndunum:)
Kv, Guðrún Helga

Anonymous said...

hellú you busy woman! gaman að lesa bloggið og hlakka til að sjá þig annað kvöld, svo er ég líka úber spennt fyrir jólasaumó er alveg búin að vera taka heimilið í gegn, mála og fá nýjar skápahurðar og alles svo er ég sko líka búin að versla slatta af jólaljósum svo ég geti skreytt fyrir kvöldið mikla ;) hihihi
kv Rósa Kristín

Ósk said...

Hlakka sömuleiðis til annað kvöld:)
Það verður geggjað í jólasaumó, enda þú ekki þekkt fyrir annað en að vera frábær gestgjafi og hægt að treysta á gott partý hjá þér:) Jólasaumóinn alltaf skemmtilegur og ég hlakka til...

Annars er ég í pirringskasti yfir því að fá ekki myndir inn, búin að reyna allt sem mér dettur í hug. Kannski dreymir mig eitthverja lausn í nótt, þetta hefur aldrei verið vesen áður!!

Anonymous said...

sælar skvís... alltaf gaman að lesa bloggið þitt.... Já manni er sko ekkert lítið farið að hlakka til jólasaumósins. Alltaf gaman þegar við komum saman. Sé ykkur sætu skvísur í kvöld kv sara

Anonymous said...

Bara að kvitta :)
Hafið það gott
Kv. Anna Lilja