




Jæja þá kemur nýr pistill.
Við fórum á ættarmót í Breiðdal í byrjun mánaðar, ekki í Berufirði eins og ég fullyrti við alla, hehe. Byrjuðum á að keyra alla leið á Djúpavog og gistum þar í mígandi rigningu eina nótt. Fórum svo í sund þar í rosa fínni laug. Mamma sýndi okkur aðeins um plássið og benti okkur á staði sem hún þekkti síðan hún ólst upp. Svo fórum við yfir á Breiðdal og vorum þar tvær nætur í mun betra veðri:) Þar hittum við fólkið okkar, hefðu nú alveg mátt koma fleiri. En þetta var rosa gaman og Ísak Andri svaf vel í tjaldinu. Fórum í sund í Breiðdalsvík og svo var maður nottla bara úti allann daginn sem krökkunum fannst æði. Við fórum svo norðurleiðina heim og gistum eina nótt á Akureyri sem var algjör snilld. Bara allt of lítill tími en ég náði þó að fara að leiðinu hans pabba sem skipti mestu máli fyrir mig. Svo fórum við auðvitað í sund þar líka... Keyrslan gekk vel og Ísak Andri var bara mjög góður í bílnum mestan tímann. Hann er ekki sá þolinmóðasti í bíl eins og þið mörg hver vitið en við stíluðum keyrsluna svolítið eftir lúrnum hans og svo var mamma með okku í för og var dugleg við að hafa ofan af fyrir gaurnum:)
Svo þegar heim var komið fór Ísak Andri í aðlögun hjá dagmömmunni og það hefur gengið rosalega vel og hann er kominn í vistun á meðan pabbinn vinnur eða á milli 8-3.
Skólinn hjá mér er að fara að byrja og ég er með pínu,oggulítinn stresshnút í maganum eftir að hafa séð stundatöfluna og lesefnið. En ég kemst alveg í gengum þetta. Er byrjuð að lesa aðeins og svo er þetta bara spurning um skipulag og aga... Sem ég þarf greinilega að mastera núna:)
Ísak Andri er að fá rör í eyrun sín 1. sept og þá vonandi fer honum að líða betur. Hann er búin að fá nokkrum sinnum eyrnabólgu síðan í febrúar og svo fer vökvinn aldrei úr eyrunum þannig að hann er alltaf með hellur. En samt heyrir hann greinilega ágætlega því það er alltaf að bætast í orðaforðann. Hann kann til dæmis að telja upp á 3, segir nei, ég vil ekki og margt fleira skemmtilegt. Það er nánasta eitthvað nýtt á hverjum degi og við alltaf jafn kát þegar við heyrum eitthvað sem við höfum ekki heyrt áður og þá er eytt ómældum tíma í að fá endurtekningu á því með misjöfnum árangri, hehe;) Svo eru danshreyfingarnar enn á sínum stað og er hann mikið fyrir að sveifla sér í hringi og svo finnst honum rosa fyndið hvað hann verður ringlaður og labbar jafnvel á skellihlægjandi eftir nokkra hringi. Algjör skemmtikraftur og ótrúlega stór og duglegur strákur. Þroskinn er mikill þessa dagana og sjálfstæðið er einnig mikið. Það er til dæmis ekki hægt að borða nema gera sjálfur. Svo þegar hann er þreyttur þá bara kyssir maður foreldrana góða nótt, bendir inn í herbergi og þegar hann er lagður fer hann bara að sofa.
Ég þakka þeim fyrir sem nenna að lesa þessa langloku og bendi á að það er alltaf opið fyrir heimsóknir fyrir gott fólk...