Saturday, December 15, 2007

Brjálað veður...


Já það er búið að vera svolítið hvasst á Íslandinu. Ég man ekki eftir að það hafi verið stormviðvörun svona marga daga síðan ég var bara lítil, eða minnið mitt er eitthvað gatað, hver veit:)
En að minnsta kosti þá fór grindverkið okkar hér bakvið til fjan.... ég var ein heima þar sem Raggi var að vinna í bænum og ég fékk bara björgunarsveitina til að koma og festa þetta fyrir mig svo grindverkið færi ekki alveg og tæki skúrinn okkar með. Kannski smá ýkjur en... Það mættu alveg 6 menn hingað til að redda þessu. Svo þegar Raggi kom heim fór hann að redda jólaskrautinu okkar sem var úti í garði.
Annars er það að frétta að ég er búin með 2 próf og gekk bara ágætlega. Einkunnirnar skila sér líklega ekkert fyrr en í fyrsta lagi milli jóla og nýárs eða jafnvel bara eftir áramót. Þá er bara eitt próf eftir sem er fimmtudaginn 20. Og þá er hægt að fara að hlakka almennilega til jóla í nokkra daga og stússast eitthvað með ekkert samviskubit og slappa líka af:)

2 comments:

Anonymous said...

úff púff klikkaða veður lokið á pottinum hjá okkur fór einmitt í sundur og fauk :( samt næs að hafa kallin heima þannig að ég er svo sem ekkert að blóta veðrinu

Anonymous said...

Gangi þér vel í prófinu :) Alltaf gott þegar síðasta prófið er búið...

Kveðja Anna Lilja