Thursday, May 29, 2008

smá fréttir

HÆHÆ.
það er eitthvað verið að skamma mig fyrir að vera ekki nógu dugleg að setja inn færslur!
Ég hef bara mikið að gera en hendi inn einni stuttri núna. Ég er farin að vinna sem vaktstjóri á videoleigunni í Grindavík. Ég sé um hana að vissu leyti og er að vinna cirka 50% sjálf. Það er bara fínt en ég finn hvað er miklu meira að vera að vinna með svona lítið barn. Þetta er samt fínt. Raggi er alltaf með hann þegar ég er að vinna þannig að það er ekki eins og maður sé að henda honum í pössun... Raggi fer svo að vinna á mánudag á fullu í lóninu. Hann er reyndar að kokka í hitaveitunni og færist yfir í lónið við tækifæri. Alltaf verið að breyta þarna.
Já ég set inn eftir helgi skemmtilegri færslu með mynd af gullinu okkar:)

Sunday, May 18, 2008

Jæja maður er nú ekki alveg eins duglegur að blogga og fyrst, en samt sem áður man ég alltaf eftir þessu annað reglulega;)
Ísak Andri dafnar vel og líður mun betur en áður. Greinilegt að þetta magavesen er að þroskast af honum. Hann er samt ennþá með bakflæði en það tekur lengri tíma að jafna sig. Hann fór í fyrstu sprautun sína í síðustu viku og gekk það bara vel. Hann var ekkert að væla þessi sterki strákur og varð ekki veikur, bara pínu pirraður um kvöldið og nóttina. Hann er líka rosa sterkur og þegar maður leggur hann á magann þá bara veltir hann sér endurtekið á bakið. Nennir ekkert að hanga á maganum. Stundum finnst mér eins og hann nenni ekki að vera ungabarn. Getur örugglega ekki beðið eftir að fara almennilega af stað:) Hann er orðinn 5,5 kg. og 59,5 sm. Helena frænka hans sem er 2,5 mánuðum eldri er ekki nema hálfu kg þyngri og 2 sm. Það er ótrúlegt hvað það er orðinn lítill munur á þeim. Mér fannst hún risastór þegar hann fæddist. Mér finnst hann líka orðinn rosa stór þegar ég sé þessi lítlu nýfæddu kríli sem eru að hrannast upp í Grindavík núna:)
Við Raggi fórum á Jet black Joe tónleikana á föstudag og fór Ísak Andri í fyrstu pössun til Heiðu ömmu. Það gekk bara vel. Hann vakti svolítið, var ekki heima hjá sér en var samt góður:) Tónleikarnir voru algjör snilld, ekkert smá gaman!! Það er svo nauðsynlegt að fara líka bara tvö og vera að kærustuparast... Allir foreldrar hafa gott af því. Við vorum alveg að kyssa hann í klessu áður en við fórum og svo bað ég Ragga að hringja í hléi til að athuga hvernig gengi og hann bara hló að mér. Ekkert smá stressaðir foreldrar. Maður veit alveg að þessi kríli hafa það gott í pössun en það er bara svo rosalega skrýtið að skilja þau eftir hjá öðrum. En þetta er eins og ég sagði áðan nauðsynlegt fyrir alla aðila. Samt langar okkur bara alltaf að hafa hann hjá okkur:) Magnað þetta foreldrahlutverk.

Litli mann á maganum

Ég nenni ekkert að hanga hér og æfa einhverja vöðva

Hvað ertu að láta mig gera mamma, mjög pirraður!
Þetta barn en nottla bara fallegast í heimi!!!

Þar til næst:)

Tuesday, May 6, 2008

Takk takk fyrir afmæliskveðjurnar og gjafirnar. Það mætti halda að ég hafi átt þvílíkt stórafmæli.
Ég fékk pening í afmælisgjafir frá fjölskyldunni og nokkrum vinum líka ásamt fallegum gjöfum... Fyrir peninginn sem ég fékk er ég búin að kaupa mér flotta myndavél. Það er Canon E-350 týpa sem ég fékk notaða ásamt aukalinsu, minniskorti og tösku á góðan díl. Hún er eins og ný hún er svo vel með farin. Núna get ég farið að fikta við þetta en mig hefur langað það lengi en þetta er bara svo dýrt hobbý. Sniðugt að byrja svona í notuðu. Svo þarf ég bara að læra á þetta allt saman. Bara gaman.
Raggi er búinn að vera heima núna síðan á föstudag og er það bara næs. Hann vann auka í seinustu viku og er því í fríi í staðinn í þessarri viku:) Það er ýkt næs að hafa hann heima.
Ísak Andri er farin að verða enn betri finnst okkur og í gær vorum við nú bara að velta fyrir okkur hvar barnið okkar væri. Hann svaf svo vel og var ekkert að kvarta þessi elska. Vonandi fer honum að líða betur. Ömulegt svona magavesen...

Feðgar fóru saman í sturtu í dag og það var auðvitað myndað á flottu vélina!!

Saturday, May 3, 2008

Mamma á afmæli!!

Já ég á afmæli í dag og ég bara varð að setja inn færslu því ég er svo mikið afmælisbarn.
Allt gott að frétta af okkur. Ísak Andri er að verða betri finnst okkur en lætur samt hafa smá fyrir sér sem er bara fínt! Hann er yndislegur og auðvitað bara fallegasta barn í heimi:)

Við vorum að reyna að ná flottri mynd af okkur en þær urðu svolítið hreyfðar. Mér finnst þessi flott samt...